Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Erlendar rannsóknir sýna að aðeins um 7% fólks sem er ...
Erlendar rannsóknir sýna að aðeins um 7% fólks sem er með fíknivanda er vísað í rétt úrræði. mbl.is/Eggert

Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þurfa að vera meðvitað um þessa stöðu og spyrja sjúklinga út í notkun áfengis þegar það er meðhöndlað vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar sjúkdómsgreiningar, sé vísað í viðeigandi úrræði og þannig aukast líkurnar á að fólk ná heilsu aftur,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á öldrunardeild Landspítalans og SÁÁ í erindi sínu; Áfengismisnotkun aldraðra: Falinn vaxandi vandi, í málstofu um geðlyfjameðferð og fíknivandi aldraðra á Læknadögum í Hörpu í dag.

Áfengisneysla þjóðarinnar hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum en það sýna meðal annars sölutölur áfengis. Drykkjumynstur fólks hefur einnig breyst, fleiri drekka daglega og konur drekka í ríkari mæli en þær gerðu á árum áður. Í jöfnu hlutfalli við aukna neyslu eru sífellt fleiri sem glíma við áfengisvanda og eru aldraðir engin undantekning á því. Til að mynda sóttu 90 einstaklingar sem voru eldri en 60 ára áfengismeðferð SÁÁ árið 2001 en árið 2016 voru þeir 160. „Þessi þróun er í takt við að þjóðin er að eldast,“ segir Hildur.

Þarf að spyrja nánar út í áfengisneyslu

Á bilinu 10 til 14% af íslenskum karlmönnum á aldrinum 50 til 60 ára og 5% af konum á sama aldri hafa farið í meðferð hjá SÁÁ. Talsverðar líkur eru á að þessi hópur þurfi á læknisþjónustu að halda einhvern tíma í framtíðinni. „Það er Því ekki síður mikilvægt fyrir okkur að spyrja hvers vegna einstaklingurinn drekki ekki áfengi. Manneskjan gæti verið með fíknisjúkdóm og í bata. Þá þarf að taka tillit til þess bata og gefa til dæmis ekki ávanabindandi lyf nema í algjörri neyð og eins hvetja manneskjuna til að bæta í bataprógrammið sitt meðan það gengur í gegnum veikindi.“

Hildur Þórarinsdóttir, læknir á öldrunardeild Landspítalans og SÁÁ.
Hildur Þórarinsdóttir, læknir á öldrunardeild Landspítalans og SÁÁ. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er falið vandamál og mikil skömm fylgir þessu því fólki finnst þetta tabú. Þess vegna þarf heilbrigðisstarfsfólk að taka sér tak í spyrja út í þessa hluti,“ segir Hildur. Í þessu samhengi bendir hún á að erlendar rannsóknir sýni að aðeins um 7% fólks sem er með fíknivanda er vísað í rétt úrræði sem þeim hentar. En hér á landi er þetta hlutfall betra því aðgengi að meðferð og úrræðum er betra.

Óhófleg neysla ýtir undir ótímbær dauðsföll

Rannsóknir sýna að þrátt fyrir að einstaklingur sé ekki kominn með fíknisjúkdóm þá eykur óhófleg áfengisneysla líkur á ótímabærum dauðsföllum, slysum, ýmsum tegundum krabbameina og gerir aðra sjúkdóma verri viðureignar. Auk þess aukist kvíði og þunglyndiseinkenni. Þá eru nýlegar rannsóknir að sýna að áfengisdrykkja er tengd hrörnun í svæðum sem tengjast minni og fólk sem drekkur kemur verr út úr ýmsum vitrænum prófum samanborið við þá sem drekka ekki.

Fleiri aldraðir hafa farið í meðferð á síðustu árum en ...
Fleiri aldraðir hafa farið í meðferð á síðustu árum en en árið 2001. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún bendir á að viðeigandi meðferðarúrræði séu til staðar fyrir þennan hóp bæði á vegum SÁÁ og Landspítalans. Læknar geta ávallt vísað skjólstæðingum sínum á göngudeildir til viðtala og einnig innlagnir hjá LSH og SÁÁ. Nú þegar eru sérúrræði hjá SÁÁ fyrir þennan elsta hóp og hægt er að gera enn betur fyrir þennan hóp, að sögn Hildar. Aldraðir eru viðkvæmir í afeitrun og er hættara við fylgikvillum. Eldra fólk svara hins vegar meðferð vel. „Eldra fólk ekki síður en yngra tekur vel við meðferðinni og það vill breyta og tileinka sér nýja hluti,“ segir Hildur.

„Ég vona að það sé að verða meiri vitundarvakning um áfengis- og fíknisjúkdóma meðal hinna eldri. Nemar fá í dag meiri fræðslu í læknadeildinni en var og það er viðurkennt að fíknisjúkdómur er líffræðilegur heilasjúkdómur sem þarf læknisfræðilega hjálp við,” segir Hildur.

mbl.is

Innlent »

Halda 24 stunda loftslagsmaraþon

Í gær, 22:00 Loftslagsmaraþonið (Climathon) verður haldið í annað sinn hér á landi á föstudaginn kemur, 26. október, og fram á laugardagsmorgun. Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá Matís og verkefnastjóri Climathon 2018 fyrir Reykjavíkurborg, segir skráningu ljúka á fimmtudag og því enn tækifæri til að taka þátt. Meira »

Gögn og gróður jarðar

Í gær, 21:10 Fólk verður að geta bjargað sér í harðindum. Íslendingar verða að geta nýtt sér náttúruna, svo sem gróðurinn. Grasnytjar úr flóru Íslands eru umfjöllunarefni Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings í Hespuhúsinu á Hvanneyri. Meira »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

Í gær, 20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

Í gær, 20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

Í gær, 18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

Í gær, 18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

Í gær, 18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

Í gær, 18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

Í gær, 17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

Í gær, 17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

Í gær, 16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

Í gær, 15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »

Hefur áhyggjur af þróun mála vestanhafs

Í gær, 15:17 „Menn hafa látið í sér heyra af minna tilefni,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, þar sem hún spurði utanríkisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þróun mála í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta íhugar að afmá skilgreiningu á transfólki. Meira »

Byrjað að rífa Kársnesskóla

Í gær, 15:07 Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu. Meira »

Var fjárfestingaleiðin misnotuð?

Í gær, 15:05 „Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og eigendur fengið þar verulegan gróða. Aðeins opinber rannsókn getur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkir,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar á Alþingi. Meira »

Snýst um gjaldið en ekki gjaldtökuna

Í gær, 14:37 Fram kemur í yfirlýsingu frá Isavia að fyrirtækið muni una þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála að ekki skuli fella úr gildi bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum við Keflavíkurflugvöll, en samkvæmt ákvörðuninni, sem tekin var 17. júlí í sumar, var Isavia gert að stöðva gjaldtökuna. Meira »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

Í gær, 14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta að verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

Í gær, 14:06 Traust til þjóðkirkjunnar minnkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

Í gær, 14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á leið til Noregs eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...