Tónninn jákvæðari í kjaradeilu kennara

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Kjara­samn­ing­ar fé­lags­manna í Fé­lagi fram­halds­skóla­kenn­ara og Fé­lagi stjórn­enda í fram­halds­skól­um hafa verið lausir frá því í haust.

Á milli funda heldur vinnuhópur kennara áfram að fara yfir og skýra til dæmis efndir á síðasta kjarasamningi, útfærslu á nýju vinnumati o.s.frv. „Þetta eru atriði sem varða ekki beint krónur og aura,“ segir Guðríður um heimavinnuna eftir fundinn.  

Næsti fundur í kjaradeilu framhaldsskólakennara verður miðvikudaginn 31. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert