Um 43% hærri en árið 2013

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013.

Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavík, hafði mestar tekjur af útsvari í fyrra. Þær voru um 66,7 milljarðar, sem er um 19,4 milljörðum meira en 2013 og um 6,3 milljörðum meira en árið 2016.

Tekjur af útsvari hafa aukist hlutfallslega mest í Reykjanesbæ frá árinu 2013, eða um 71,5%. Hveragerði er í öðru sæti hvað þetta varðar. Þar hafa útsvarstekjur aukist um 54,8% frá 2013. Mosfellsbær er í þriðja sæti. Þar er aukningin um 52,6%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um útsvarsmálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert