Davíð Oddsson í viðtali á K100

Davíð Oddsson ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen.
Davíð Oddsson ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. mbl.is/Freyja Gylfa

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30.

Vefur K100

Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, munu af tilefni sjötugsafmælisins halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum.

„Davíð á langan og farsælan feril á opinberum vettvangi. Hann settist ungur í borgarstjórn og tók við embætti borgarstjóra árið 1982 og gegndi því til ársins 1991 þegar hann settist á þing og tók við embætti forsætisráðherra. Davíð lét af embætti forsætisráðherra árið 2004 og tók þá við embætti utanríkisráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabankastjóra.

Davíð var seðlabankastjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi ritstjóra Morgunblaðsins og mbl.is,“ segir í frétt Morgunblaðsins í tilefni af deginum. 

Eins og áður segir heldur Árvakur hóf í tilefni sjötugsafmælisins til heiðurs Davíð og eru allir vinir og velunnarar boðnir velkomnir í húsakynni Árvakurs, Hádegismóum, í dag á milli kl. 16 og 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert