Ekkert að hugsa um að hætta

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast ...
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein á næstunni. mbl.is/ Ómar Óskarsson

Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, sem hefur ekki hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“

Þetta sagði Davíð í samtali við þau Ásgeir Pál, Jón Ax­el og Krist­ín­u Sif í morg­unþætti K100 í dag.

Komið var víða við í viðtalinu og kvaðst Davíð sjaldan vera svo snemma á fótum enda B-týpa. „Ég er rallandi frameftir og er að skrifa greinar til eitt – tvö á nóttunni en það er ekki ástæðan fyrir að þær eru svona skrýtnar,“ sagði Davíð og uppskar hlátur þáttastjórnenda. „Ég hafði þó aga á mér þann tíma sem ég var í forsætisráðuneytinu  og mætti tiltölulega snemma þar. Það komu nú oft erlendir menn sem vildu nota daginn vel og maður gat ekki leyft sér hvað sem er. Ég gat ekki sofið bara fjóra tíma á sólarhring eins og frú Thatcher.“

Naut hverrar stundar í borginni

Tími Davíðs sem stjórnandi Herranætur var einnig til umtals, en Jakob Magnússon greindi frá því í gær að Davíð hefði haft mikil áhrif á sig sem leikari í verkinu Bubbi kóngur. „Andstæðingarnir sögðu líka að ég hefði aldrei komist út úr hlutverkinu,“ sagði Davíð. „Ég hef sagt að það sé erfitt að stjórna mér, en þarna var Kári Stefánsson líka og lék allan rússneska herinn og fór létt með.“

Þá hafi hann notið áranna sem hann var í borgarstjórnarmálum, sem hafi verið tími uppgangs í borginni. „Það var gaman í borginni. Ég var níu ár þar og naut hverrar stundar. Ég hafði meira að segja fjarstýringu sem gat kveikt á gosbrunninum í Tjörninni í borgarstjórabílnum,“ sagði Davíð og rifjaði uppi að þannig hefði hann getað strítt þeim sem hringdu í hann og kvörtuðu yfir að gosbrunnurinn væri ekki í gangi. „Ég á fjarstýringuna ennþá en veit ekki hvort hún virkar.“

Þá rifjaði Davíð upp að hann hefði verið gjarn á að sitja niðri í vélamiðstöð með borgarstarfsmönnum þegar verið var að ryðja vegi að næturlagi í ófærð. „Ég sat þar með köllunum alla nóttina. Ég gerði ekkert gagn en ég var þarna og kallarnir vissu af mér,“ segir hann, „og svona verður að gera þetta.“ 

Árvak­ur, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, mun af til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins halda af­mæl­is­hóf hon­um til heiðurs í húsa­kynn­um fé­lags­ins í Há­deg­is­mó­um.

„Davíð á lang­an og far­sæl­an fer­il á op­in­ber­um vett­vangi. Hann sett­ist ung­ur í borg­ar­stjórn og tók við embætti borg­ar­stjóra árið 1982 og gegndi því til 1991 þegar hann sett­ist á þing og tók við embætti for­sæt­is­ráðherra. Davíð lét af embætti for­sæt­is­ráðherra árið 2004 og tók þá við embætti ut­an­rík­is­ráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabanka­stjóra.

Davíð var seðlabanka­stjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi rit­stjóra Morg­un­blaðsins og mbl.is,“ seg­ir í frétt Morg­un­blaðsins í til­efni af deg­in­um. 

Eins og áður seg­ir held­ur Árvak­ur hóf í til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins til heiðurs Davíð og eru all­ir vin­ir og vel­unn­ar­ar boðnir vel­komn­ir í húsa­kynni Árvak­urs í Há­deg­is­mó­um í dag á milli kl. 16 og 18.

mbl.is

Innlent »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...