Ekkert að hugsa um að hætta

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast ...
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein á næstunni. mbl.is/ Ómar Óskarsson

Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, sem hefur ekki hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“

Þetta sagði Davíð í samtali við þau Ásgeir Pál, Jón Ax­el og Krist­ín­u Sif í morg­unþætti K100 í dag.

Komið var víða við í viðtalinu og kvaðst Davíð sjaldan vera svo snemma á fótum enda B-týpa. „Ég er rallandi frameftir og er að skrifa greinar til eitt – tvö á nóttunni en það er ekki ástæðan fyrir að þær eru svona skrýtnar,“ sagði Davíð og uppskar hlátur þáttastjórnenda. „Ég hafði þó aga á mér þann tíma sem ég var í forsætisráðuneytinu  og mætti tiltölulega snemma þar. Það komu nú oft erlendir menn sem vildu nota daginn vel og maður gat ekki leyft sér hvað sem er. Ég gat ekki sofið bara fjóra tíma á sólarhring eins og frú Thatcher.“

Naut hverrar stundar í borginni

Tími Davíðs sem stjórnandi Herranætur var einnig til umtals, en Jakob Magnússon greindi frá því í gær að Davíð hefði haft mikil áhrif á sig sem leikari í verkinu Bubbi kóngur. „Andstæðingarnir sögðu líka að ég hefði aldrei komist út úr hlutverkinu,“ sagði Davíð. „Ég hef sagt að það sé erfitt að stjórna mér, en þarna var Kári Stefánsson líka og lék allan rússneska herinn og fór létt með.“

Þá hafi hann notið áranna sem hann var í borgarstjórnarmálum, sem hafi verið tími uppgangs í borginni. „Það var gaman í borginni. Ég var níu ár þar og naut hverrar stundar. Ég hafði meira að segja fjarstýringu sem gat kveikt á gosbrunninum í Tjörninni í borgarstjórabílnum,“ sagði Davíð og rifjaði uppi að þannig hefði hann getað strítt þeim sem hringdu í hann og kvörtuðu yfir að gosbrunnurinn væri ekki í gangi. „Ég á fjarstýringuna ennþá en veit ekki hvort hún virkar.“

Þá rifjaði Davíð upp að hann hefði verið gjarn á að sitja niðri í vélamiðstöð með borgarstarfsmönnum þegar verið var að ryðja vegi að næturlagi í ófærð. „Ég sat þar með köllunum alla nóttina. Ég gerði ekkert gagn en ég var þarna og kallarnir vissu af mér,“ segir hann, „og svona verður að gera þetta.“ 

Árvak­ur, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, mun af til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins halda af­mæl­is­hóf hon­um til heiðurs í húsa­kynn­um fé­lags­ins í Há­deg­is­mó­um.

„Davíð á lang­an og far­sæl­an fer­il á op­in­ber­um vett­vangi. Hann sett­ist ung­ur í borg­ar­stjórn og tók við embætti borg­ar­stjóra árið 1982 og gegndi því til 1991 þegar hann sett­ist á þing og tók við embætti for­sæt­is­ráðherra. Davíð lét af embætti for­sæt­is­ráðherra árið 2004 og tók þá við embætti ut­an­rík­is­ráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabanka­stjóra.

Davíð var seðlabanka­stjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi rit­stjóra Morg­un­blaðsins og mbl.is,“ seg­ir í frétt Morg­un­blaðsins í til­efni af deg­in­um. 

Eins og áður seg­ir held­ur Árvak­ur hóf í til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins til heiðurs Davíð og eru all­ir vin­ir og vel­unn­ar­ar boðnir vel­komn­ir í húsa­kynni Árvak­urs í Há­deg­is­mó­um í dag á milli kl. 16 og 18.

mbl.is

Innlent »

Nýr morgunþáttur á K100

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og seinnipartinn má búast við stormi. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...