Ekkert að hugsa um að hætta

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast ...
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein á næstunni. mbl.is/ Ómar Óskarsson

Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, sem hefur ekki hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“

Þetta sagði Davíð í samtali við þau Ásgeir Pál, Jón Ax­el og Krist­ín­u Sif í morg­unþætti K100 í dag.

Komið var víða við í viðtalinu og kvaðst Davíð sjaldan vera svo snemma á fótum enda B-týpa. „Ég er rallandi frameftir og er að skrifa greinar til eitt – tvö á nóttunni en það er ekki ástæðan fyrir að þær eru svona skrýtnar,“ sagði Davíð og uppskar hlátur þáttastjórnenda. „Ég hafði þó aga á mér þann tíma sem ég var í forsætisráðuneytinu  og mætti tiltölulega snemma þar. Það komu nú oft erlendir menn sem vildu nota daginn vel og maður gat ekki leyft sér hvað sem er. Ég gat ekki sofið bara fjóra tíma á sólarhring eins og frú Thatcher.“

Naut hverrar stundar í borginni

Tími Davíðs sem stjórnandi Herranætur var einnig til umtals, en Jakob Magnússon greindi frá því í gær að Davíð hefði haft mikil áhrif á sig sem leikari í verkinu Bubbi kóngur. „Andstæðingarnir sögðu líka að ég hefði aldrei komist út úr hlutverkinu,“ sagði Davíð. „Ég hef sagt að það sé erfitt að stjórna mér, en þarna var Kári Stefánsson líka og lék allan rússneska herinn og fór létt með.“

Þá hafi hann notið áranna sem hann var í borgarstjórnarmálum, sem hafi verið tími uppgangs í borginni. „Það var gaman í borginni. Ég var níu ár þar og naut hverrar stundar. Ég hafði meira að segja fjarstýringu sem gat kveikt á gosbrunninum í Tjörninni í borgarstjórabílnum,“ sagði Davíð og rifjaði uppi að þannig hefði hann getað strítt þeim sem hringdu í hann og kvörtuðu yfir að gosbrunnurinn væri ekki í gangi. „Ég á fjarstýringuna ennþá en veit ekki hvort hún virkar.“

Þá rifjaði Davíð upp að hann hefði verið gjarn á að sitja niðri í vélamiðstöð með borgarstarfsmönnum þegar verið var að ryðja vegi að næturlagi í ófærð. „Ég sat þar með köllunum alla nóttina. Ég gerði ekkert gagn en ég var þarna og kallarnir vissu af mér,“ segir hann, „og svona verður að gera þetta.“ 

Árvak­ur, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, mun af til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins halda af­mæl­is­hóf hon­um til heiðurs í húsa­kynn­um fé­lags­ins í Há­deg­is­mó­um.

„Davíð á lang­an og far­sæl­an fer­il á op­in­ber­um vett­vangi. Hann sett­ist ung­ur í borg­ar­stjórn og tók við embætti borg­ar­stjóra árið 1982 og gegndi því til 1991 þegar hann sett­ist á þing og tók við embætti for­sæt­is­ráðherra. Davíð lét af embætti for­sæt­is­ráðherra árið 2004 og tók þá við embætti ut­an­rík­is­ráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabanka­stjóra.

Davíð var seðlabanka­stjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi rit­stjóra Morg­un­blaðsins og mbl.is,“ seg­ir í frétt Morg­un­blaðsins í til­efni af deg­in­um. 

Eins og áður seg­ir held­ur Árvak­ur hóf í til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins til heiðurs Davíð og eru all­ir vin­ir og vel­unn­ar­ar boðnir vel­komn­ir í húsa­kynni Árvak­urs í Há­deg­is­mó­um í dag á milli kl. 16 og 18.

mbl.is

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
Íbúð í 101 Rvk. til leigu gegn vinnu
55 fm íbúð í 101 Reykjavík er til leigu gegn húshjálp og garðvinnu. Gæti hentað ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
Bílalyftur frá EAE á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. 15 ára reynsla á íslandi Vökvaknún...
 
Verkefnisstjóri mba náms við hí
Háskólakennsla
Viltu taka þá? í að þróa MBA Viltu tak...
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...
Skólastjóri tónlistarskólans
Listir
Laus störf í Skaftárhreppi Starf ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...