Ekkert að hugsa um að hætta

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast ...
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins segist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein á næstunni. mbl.is/ Ómar Óskarsson

Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, sem hefur ekki hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“

Þetta sagði Davíð í samtali við þau Ásgeir Pál, Jón Ax­el og Krist­ín­u Sif í morg­unþætti K100 í dag.

Komið var víða við í viðtalinu og kvaðst Davíð sjaldan vera svo snemma á fótum enda B-týpa. „Ég er rallandi frameftir og er að skrifa greinar til eitt – tvö á nóttunni en það er ekki ástæðan fyrir að þær eru svona skrýtnar,“ sagði Davíð og uppskar hlátur þáttastjórnenda. „Ég hafði þó aga á mér þann tíma sem ég var í forsætisráðuneytinu  og mætti tiltölulega snemma þar. Það komu nú oft erlendir menn sem vildu nota daginn vel og maður gat ekki leyft sér hvað sem er. Ég gat ekki sofið bara fjóra tíma á sólarhring eins og frú Thatcher.“

Naut hverrar stundar í borginni

Tími Davíðs sem stjórnandi Herranætur var einnig til umtals, en Jakob Magnússon greindi frá því í gær að Davíð hefði haft mikil áhrif á sig sem leikari í verkinu Bubbi kóngur. „Andstæðingarnir sögðu líka að ég hefði aldrei komist út úr hlutverkinu,“ sagði Davíð. „Ég hef sagt að það sé erfitt að stjórna mér, en þarna var Kári Stefánsson líka og lék allan rússneska herinn og fór létt með.“

Þá hafi hann notið áranna sem hann var í borgarstjórnarmálum, sem hafi verið tími uppgangs í borginni. „Það var gaman í borginni. Ég var níu ár þar og naut hverrar stundar. Ég hafði meira að segja fjarstýringu sem gat kveikt á gosbrunninum í Tjörninni í borgarstjórabílnum,“ sagði Davíð og rifjaði uppi að þannig hefði hann getað strítt þeim sem hringdu í hann og kvörtuðu yfir að gosbrunnurinn væri ekki í gangi. „Ég á fjarstýringuna ennþá en veit ekki hvort hún virkar.“

Þá rifjaði Davíð upp að hann hefði verið gjarn á að sitja niðri í vélamiðstöð með borgarstarfsmönnum þegar verið var að ryðja vegi að næturlagi í ófærð. „Ég sat þar með köllunum alla nóttina. Ég gerði ekkert gagn en ég var þarna og kallarnir vissu af mér,“ segir hann, „og svona verður að gera þetta.“ 

Árvak­ur, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, mun af til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins halda af­mæl­is­hóf hon­um til heiðurs í húsa­kynn­um fé­lags­ins í Há­deg­is­mó­um.

„Davíð á lang­an og far­sæl­an fer­il á op­in­ber­um vett­vangi. Hann sett­ist ung­ur í borg­ar­stjórn og tók við embætti borg­ar­stjóra árið 1982 og gegndi því til 1991 þegar hann sett­ist á þing og tók við embætti for­sæt­is­ráðherra. Davíð lét af embætti for­sæt­is­ráðherra árið 2004 og tók þá við embætti ut­an­rík­is­ráðherra sem hann gegndi í rúmt ár þar til hann tók við embætti seðlabanka­stjóra.

Davíð var seðlabanka­stjóri þar til snemma árs 2009 en þá um haustið tók hann við starfi rit­stjóra Morg­un­blaðsins og mbl.is,“ seg­ir í frétt Morg­un­blaðsins í til­efni af deg­in­um. 

Eins og áður seg­ir held­ur Árvak­ur hóf í til­efni sjö­tugsaf­mæl­is­ins til heiðurs Davíð og eru all­ir vin­ir og vel­unn­ar­ar boðnir vel­komn­ir í húsa­kynni Árvak­urs í Há­deg­is­mó­um í dag á milli kl. 16 og 18.

mbl.is

Innlent »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...