Þarf að lækka blóðþrýsting þjóðarinnar

Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn.
Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

40% af öllum í heiminum eru með of háan blóðþrýsting og talið er að þetta sé ein helsta heilsuvá í dag, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Samkvæmt nýjum klínískum leiðbeiningum er mikilvægt að halda blóðþrýstingi mun lægri en áður var talið. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þarf að rannsaka frekar mögulegar orsakir fyrir of háum blóðþrýstingi þar sem mögulegt er að finna læknanlegar orsakir fyrir háum blóðþrýstingi. Þetta kom fram í málstofunni; Frumkomið aldósterónheilkenni – læknanleg orsök háþrýstings á Læknadögum í Hörpu í dag.

Samkvæmt nýjum viðmiðum um blóðþrýsting á hann að vera 120 mmHg í efri mörkum og undir 80 í neðri. „Það skiptir miklu máli að finna læknanlegar orsakir háþrýstings eins og frumkomið aldósterónheilkenni. Þá er hægt að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, ein af þeim sem hélt erindi á málstofunni og skipulagði hana. Hár blóðþrýstingur eykur meðal annars líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Lækkum ekki blóðþrýstinginn nógu mikið 

Talið er að allt að 10% af þeim sem eru með of háan blóðþrýsting eru með þetta heilkenni. Nú er einfaldara að skima fyrir þessu heilkenni. „Það er mikilvægara að meðhöndla einn einum of mikið með réttri lyfjameðferð ef grunur er um frumkomið aldósterónheilkenni, en einum of fáa,“ segir Helga.

Hár blóðþrýstingur er einnig vangreindur. „Við erum ekki heldur að lækka blóðþrýstinginn nógu mikið þegar við finnum hann samkvæmt nýjustu viðmiðum,“ segir Helga og bendir á að í ljósi nýrra viðmiða um blóðþrýsting þurfi læknar að gera betur í að lækka blóðþrýsting sjúklinga sinna.

Lakkrís er vinsæll í eftirréttum.
Lakkrís er vinsæll í eftirréttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstaklingar sem eru með háþrýsting geta sjálfir verið vakandi fyrir því hvort þeir séu með þetta tiltekna heilkenni, frumkomið aldósterónheilkenni, og haft samband við lækninn sinn. Þetta eru til dæmis þeir einstaklingar sem taka mörg lyf við háum blóðþrýstingi, eru með erfiðan háan blóðþrýsting, lágt kalíum í blóði, kæfisvefn o.s.frv.

Lakkrís bælir ensím og eykur virkni streituhormóns

Lakkrís er neysluvara sem hefur sömu virkni og aldósterón í líkamanum. Það bælir ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem veldur því að við förum að safna vatni, salti, tapa kalíum frá nýrunum o.fl. Þegar þetta tiltekna ensím er bælt eykst virkni streituhormónsins kortosol í líkamanum. „Þeir sem eru með háan blóðþrýsting hækka miklu meira við að borða lakkrís en þeir sem eru ekki með háan blóðþrýsting,“ segir Helga en tekur fram að það skiptir máli hversu sterkur hann er. Hún hélt einnig hádegisfyrirlestur sem nefnist lakkrís og áhrif hans á heilsu okkar á Læknadögum í dag.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum. Það er alls staðar búið að koma lakkrís fyrir og hann er heilsuspillandi,“ segir Helga. Hún tekur fram að sömu reglur gilda um lakkrísát eins og margt annað í lífinu sem okkur þykir gott: Ekki á hverjum degi og ekki í miklu magni.

Átak þjóðarinnar og allir hugi betur að heilsunni

Ýmislegt veldur háþrýsting og geta margar orsakir legið á bak við hann eins og til dæmis lífstílssjúkdómar. Allir geta byrjað fyrst á sjálfum sér og litið í eigin barm ef blóðþrýstingurinn er of hár eins og til dæmis að auka hreyfingu og bæta mataræði því flestir vilja komast hjá því að taka lyf ef komist verður hjá því. Fólki er bent á að halda sig í kjörþyngd og hreyfa sig reglulega, forðast saltan og feitan mat og borða sykur í hófi. „Allir þessir lífsstílsþættir skipta mestu máli í meðhöndlun á háum blóðþrýstingi,“ segir Helga og bætir við að ef fólk fer eftir lífsstílsráðgjöf getur það lækkað blóðþrýstinginn og mögulega komist hjá lyfjameðferð.

„Við þurfum samstillt átak þjóðarinnar, heilbrigðisþjónustunnar og einstaklinganna í að ná markmiðunum að ná blóðþrýstingnum niður,“ segir Helga.

mbl.is

Innlent »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...