Þarf að lækka blóðþrýsting þjóðarinnar

Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn.
Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

40% af öllum í heiminum eru með of háan blóðþrýsting og talið er að þetta sé ein helsta heilsuvá í dag, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Samkvæmt nýjum klínískum leiðbeiningum er mikilvægt að halda blóðþrýstingi mun lægri en áður var talið. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þarf að rannsaka frekar mögulegar orsakir fyrir of háum blóðþrýstingi þar sem mögulegt er að finna læknanlegar orsakir fyrir háum blóðþrýstingi. Þetta kom fram í málstofunni; Frumkomið aldósterónheilkenni – læknanleg orsök háþrýstings á Læknadögum í Hörpu í dag.

Samkvæmt nýjum viðmiðum um blóðþrýsting á hann að vera 120 mmHg í efri mörkum og undir 80 í neðri. „Það skiptir miklu máli að finna læknanlegar orsakir háþrýstings eins og frumkomið aldósterónheilkenni. Þá er hægt að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, ein af þeim sem hélt erindi á málstofunni og skipulagði hana. Hár blóðþrýstingur eykur meðal annars líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Lækkum ekki blóðþrýstinginn nógu mikið 

Talið er að allt að 10% af þeim sem eru með of háan blóðþrýsting eru með þetta heilkenni. Nú er einfaldara að skima fyrir þessu heilkenni. „Það er mikilvægara að meðhöndla einn einum of mikið með réttri lyfjameðferð ef grunur er um frumkomið aldósterónheilkenni, en einum of fáa,“ segir Helga.

Hár blóðþrýstingur er einnig vangreindur. „Við erum ekki heldur að lækka blóðþrýstinginn nógu mikið þegar við finnum hann samkvæmt nýjustu viðmiðum,“ segir Helga og bendir á að í ljósi nýrra viðmiða um blóðþrýsting þurfi læknar að gera betur í að lækka blóðþrýsting sjúklinga sinna.

Lakkrís er vinsæll í eftirréttum.
Lakkrís er vinsæll í eftirréttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstaklingar sem eru með háþrýsting geta sjálfir verið vakandi fyrir því hvort þeir séu með þetta tiltekna heilkenni, frumkomið aldósterónheilkenni, og haft samband við lækninn sinn. Þetta eru til dæmis þeir einstaklingar sem taka mörg lyf við háum blóðþrýstingi, eru með erfiðan háan blóðþrýsting, lágt kalíum í blóði, kæfisvefn o.s.frv.

Lakkrís bælir ensím og eykur virkni streituhormóns

Lakkrís er neysluvara sem hefur sömu virkni og aldósterón í líkamanum. Það bælir ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem veldur því að við förum að safna vatni, salti, tapa kalíum frá nýrunum o.fl. Þegar þetta tiltekna ensím er bælt eykst virkni streituhormónsins kortosol í líkamanum. „Þeir sem eru með háan blóðþrýsting hækka miklu meira við að borða lakkrís en þeir sem eru ekki með háan blóðþrýsting,“ segir Helga en tekur fram að það skiptir máli hversu sterkur hann er. Hún hélt einnig hádegisfyrirlestur sem nefnist lakkrís og áhrif hans á heilsu okkar á Læknadögum í dag.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum. Það er alls staðar búið að koma lakkrís fyrir og hann er heilsuspillandi,“ segir Helga. Hún tekur fram að sömu reglur gilda um lakkrísát eins og margt annað í lífinu sem okkur þykir gott: Ekki á hverjum degi og ekki í miklu magni.

Átak þjóðarinnar og allir hugi betur að heilsunni

Ýmislegt veldur háþrýsting og geta margar orsakir legið á bak við hann eins og til dæmis lífstílssjúkdómar. Allir geta byrjað fyrst á sjálfum sér og litið í eigin barm ef blóðþrýstingurinn er of hár eins og til dæmis að auka hreyfingu og bæta mataræði því flestir vilja komast hjá því að taka lyf ef komist verður hjá því. Fólki er bent á að halda sig í kjörþyngd og hreyfa sig reglulega, forðast saltan og feitan mat og borða sykur í hófi. „Allir þessir lífsstílsþættir skipta mestu máli í meðhöndlun á háum blóðþrýstingi,“ segir Helga og bætir við að ef fólk fer eftir lífsstílsráðgjöf getur það lækkað blóðþrýstinginn og mögulega komist hjá lyfjameðferð.

„Við þurfum samstillt átak þjóðarinnar, heilbrigðisþjónustunnar og einstaklinganna í að ná markmiðunum að ná blóðþrýstingnum niður,“ segir Helga.

mbl.is

Innlent »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

Í gær, 18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

Í gær, 16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

Í gær, 16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

Í gær, 16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

Í gær, 16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

Í gær, 16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

Í gær, 16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

Í gær, 15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

Í gær, 15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

Í gær, 15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

Í gær, 14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Í gær, 14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...