Þarf að lækka blóðþrýsting þjóðarinnar

Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn.
Hreyfing hefur áhrif á blóðþrýstinginn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

40% af öllum í heiminum eru með of háan blóðþrýsting og talið er að þetta sé ein helsta heilsuvá í dag, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Samkvæmt nýjum klínískum leiðbeiningum er mikilvægt að halda blóðþrýstingi mun lægri en áður var talið. Læknar og heilbrigðisstarfsfólk þarf að rannsaka frekar mögulegar orsakir fyrir of háum blóðþrýstingi þar sem mögulegt er að finna læknanlegar orsakir fyrir háum blóðþrýstingi. Þetta kom fram í málstofunni; Frumkomið aldósterónheilkenni – læknanleg orsök háþrýstings á Læknadögum í Hörpu í dag.

Samkvæmt nýjum viðmiðum um blóðþrýsting á hann að vera 120 mmHg í efri mörkum og undir 80 í neðri. „Það skiptir miklu máli að finna læknanlegar orsakir háþrýstings eins og frumkomið aldósterónheilkenni. Þá er hægt að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, ein af þeim sem hélt erindi á málstofunni og skipulagði hana. Hár blóðþrýstingur eykur meðal annars líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Lækkum ekki blóðþrýstinginn nógu mikið 

Talið er að allt að 10% af þeim sem eru með of háan blóðþrýsting eru með þetta heilkenni. Nú er einfaldara að skima fyrir þessu heilkenni. „Það er mikilvægara að meðhöndla einn einum of mikið með réttri lyfjameðferð ef grunur er um frumkomið aldósterónheilkenni, en einum of fáa,“ segir Helga.

Hár blóðþrýstingur er einnig vangreindur. „Við erum ekki heldur að lækka blóðþrýstinginn nógu mikið þegar við finnum hann samkvæmt nýjustu viðmiðum,“ segir Helga og bendir á að í ljósi nýrra viðmiða um blóðþrýsting þurfi læknar að gera betur í að lækka blóðþrýsting sjúklinga sinna.

Lakkrís er vinsæll í eftirréttum.
Lakkrís er vinsæll í eftirréttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einstaklingar sem eru með háþrýsting geta sjálfir verið vakandi fyrir því hvort þeir séu með þetta tiltekna heilkenni, frumkomið aldósterónheilkenni, og haft samband við lækninn sinn. Þetta eru til dæmis þeir einstaklingar sem taka mörg lyf við háum blóðþrýstingi, eru með erfiðan háan blóðþrýsting, lágt kalíum í blóði, kæfisvefn o.s.frv.

Lakkrís bælir ensím og eykur virkni streituhormóns

Lakkrís er neysluvara sem hefur sömu virkni og aldósterón í líkamanum. Það bælir ákveðið ensímkerfi í líkamanum sem veldur því að við förum að safna vatni, salti, tapa kalíum frá nýrunum o.fl. Þegar þetta tiltekna ensím er bælt eykst virkni streituhormónsins kortosol í líkamanum. „Þeir sem eru með háan blóðþrýsting hækka miklu meira við að borða lakkrís en þeir sem eru ekki með háan blóðþrýsting,“ segir Helga en tekur fram að það skiptir máli hversu sterkur hann er. Hún hélt einnig hádegisfyrirlestur sem nefnist lakkrís og áhrif hans á heilsu okkar á Læknadögum í dag.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptajúkdómum. Ljósmynd/Aðsend

„Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum. Það er alls staðar búið að koma lakkrís fyrir og hann er heilsuspillandi,“ segir Helga. Hún tekur fram að sömu reglur gilda um lakkrísát eins og margt annað í lífinu sem okkur þykir gott: Ekki á hverjum degi og ekki í miklu magni.

Átak þjóðarinnar og allir hugi betur að heilsunni

Ýmislegt veldur háþrýsting og geta margar orsakir legið á bak við hann eins og til dæmis lífstílssjúkdómar. Allir geta byrjað fyrst á sjálfum sér og litið í eigin barm ef blóðþrýstingurinn er of hár eins og til dæmis að auka hreyfingu og bæta mataræði því flestir vilja komast hjá því að taka lyf ef komist verður hjá því. Fólki er bent á að halda sig í kjörþyngd og hreyfa sig reglulega, forðast saltan og feitan mat og borða sykur í hófi. „Allir þessir lífsstílsþættir skipta mestu máli í meðhöndlun á háum blóðþrýstingi,“ segir Helga og bætir við að ef fólk fer eftir lífsstílsráðgjöf getur það lækkað blóðþrýstinginn og mögulega komist hjá lyfjameðferð.

„Við þurfum samstillt átak þjóðarinnar, heilbrigðisþjónustunnar og einstaklinganna í að ná markmiðunum að ná blóðþrýstingnum niður,“ segir Helga.

mbl.is

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
Heimavík
...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...