Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

Neskaupstaður.
Neskaupstaður. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.

Ekki er um að ræða saurgerla, að því er segir á vef Fjarðarbyggðar.

Íbúar í Norðfirði eru þess vegna beðnir um að sjóða vatnið, að minnsta kosti fyrir viðkvæma einstaklinga, ung börn og sjúka.

Unnið er að því að rekja uppruna mengunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert