Ofrannsökum D-vítamín

„Það er ekki réttur sjúklings að biðja um hinar og …
„Það er ekki réttur sjúklings að biðja um hinar og þessar rannsóknir, sem eru jafnvel mjög dýrar, nema það sé klínísk ábending fyrir því,“ segir Ari Jóhannesson læknir. mbl.is/ÞÖK

Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér.

Hver rannsókn kostar 2.000-3.000 krónur þannig að á árinu 2017 var eytt um 70 milljónum í D-vítamínrannsóknir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ari Jóhannesson læknir segir að það sé fínt að það sé vakning í D-vítamíninu en þessi fjöldi sem hafi látið athuga það hjá sér í fyrra sé sláandi dæmi um ofrannsóknir. „Það er við hæfi að mæla það hjá ákveðnum sjúklingahópi en hjá almenningi ætti ekki að þurfa þess. Ef fólk tekur það eins og á að gera eru langflestir með eðlilegt gildi í blóðinu og ættu ekki að þurfa mælingu til að finna það út. Það gefur síðan augaleið að þeir sem taka ekki D-vítamín mælast með lág gildi,“ segir Ari sem veltir upp spurningunni Rannsökum við of mikið? á Læknadögum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert