Var ekki í daglegum viðskiptum með bréfin

Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Valgarð Már Valgarðsson er fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, rétt eins og Jónas Guðmundsson og Pétur Jónasson, sem störfuðu í sömu deild innan bankans.

Valgarð var ráðinn til Glitnis haustið 2007 og var að eigin sögn fenginn sérstaklega til bankans til að byggja upp viðskipti með erlend hlutabréf, en áður hafði hann sinnt sambærilegu hlutverki hjá Kaupþing. Hann starfaði hjá Glitni í tæpa tólf mánuði, eða fram til haustsins 2008.

„Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa, starf sem mér fannst vera spennandi,“ sagði Valgarð við aðalmeðferð málsins nú eftir hádegi. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður, rétt eins og Jónas og Pétur.

Fjögur börn síðan meint brot áttu sér stað

Hann segist einfaldlega hafa gengið inn í þá framkvæmd, en hann hafi ekki ákveðið stefnuna né sé hann að réttlæta hana. Hann taldi sig þó aldrei hafa farið út fyrir neinar heimildir er hann stundaði viðskiptin, frekar en aðra starfsmenn deildar eigin viðskipta.

„Glitnir hafði 1200 starfsmenn og meðal annars starfsmenn sem fylgdust með viðskiptum eigin viðskipta og ég taldi mig og okkur aldrei fara út fyrir þær heimildir,“ sagði Valgarð Már.

Hann tók það fram í máli sínu að tíminn í þessu máli hefði liðið alveg óskaplega og að Valgarð væri ekki lengur sami 26-27 ára gamli drengurinn og hann var þegar hann starfaði í deild eigin viðskipta hjá Glitni. Árið 2008 hafi hann kynnst konunni sinni og eignast fjögur börn síðan þá, sem sýni kannski hversu langan tíma málið hefur tekið.

Erlend matsfyrirtæki gáfu AAA

Í svörum Valgarðs við spurningum Björns Þorvaldssonar saksóknara kom fram að viðskipti eigin viðskipta Glitnis með bréf bankans hafi að hans mati verið sambærileg við viðskipti annarra banka með sín eigin bréf.

„Ég held að það hafi verið alkunna á markaði að bankar hafi átt í viðskiptum með eigin bréf. Með því að auka dýpt markaðarins eru bréfin seljanlegri, eða hægt að kaupa meira. Það er sú framkvæmd sem var viðhöfð,“ sagði Valgarð.

Hann lagði þó áherslu á að hann sjálfur hafi ekki átt dagleg viðskipti með eigin bréf bankans.

„Ég var ekki að eiga viðskipti á hverjum degi með eigin hlutabréf,“ og ítrekaði að viðskipti deildar eigin viðskipta hefðu verið innan þeirra heimilda sem settar voru og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir við fyrirkomulag þeirra.

„Meira að segja færustu matsfyrirtæki heimsins voru að gefa bönkunum AAA í einkunn,“ sagði Valgarð.

Engar sérstakar ástæður fyrir háu hlutfalli lokunaruppboða

Um það hversu hátt hlutfall viðskipta eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum fór fram í lokunaruppboðum í Kauphöllinni sagði Valgarð að margt annað gæti haft áhrif á upphafsgengi morgundagsins en lokastaða dagsins.

„Margir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif, erlendar fréttir, greiningar, hegðun Seðlabanka Bandaríkjanna, það eru milljón hlutir og ég held að það séu engar sérstakar ástæður fyrir því að menn hafi verið að einbeita sér sérstaklega að lokunartilboðum,“ sagði Valgarð.

Sló um sig með því að nefna Lárus

Saksóknari birti hljóðritun af símtali Valgarðs og þáverandi regluvarðar Glitnis. Þá hafði regluvörður tekið eftir því að eignarhlutur Glitnis í eigin bréfum væri kominn yfir 5%.

Valgarð svaraði regluverði á þá leið að verið væri að að reyna að finna „pluggera“ til að leysa úr því.

Spurður út í hvað „pluggerar“ væru, sagðist Valgarð að mögulega hefðu það verið áhugasamir aðilar á markaði.

„Við erum bara algjörlega í varðhaldi sko,“ sagði Valgarð svo við regluvörð bankans í sama símtali.

Regluvörður svarar: „Verður ekki bara að flagga?“

Valgarð svarar: „Jú, við verðum þá bara að gera það, ég meina það þarf samt að komast einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka,“ og vísar þar til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis.

Spurður út í þetta sérstaklega, sagði Valgarð að hann hefði verið að „slá um sig“ í samtali við regluvörðinn, með því að nefna bankastjórann á nafn.

Hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Lárus nema á fyrstu dögum sínum innan bankans, þegar Lárus tók í hendina á honum og bauð hann velkominn til starfa.

mbl.is

Innlent »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má búast við stormi. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...