Var ekki í daglegum viðskiptum með bréfin

Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Valgarð Már Valgarðsson er fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, rétt eins og Jónas Guðmundsson og Pétur Jónasson, sem störfuðu í sömu deild innan bankans.

Valgarð var ráðinn til Glitnis haustið 2007 og var að eigin sögn fenginn sérstaklega til bankans til að byggja upp viðskipti með erlend hlutabréf, en áður hafði hann sinnt sambærilegu hlutverki hjá Kaupþing. Hann starfaði hjá Glitni í tæpa tólf mánuði, eða fram til haustsins 2008.

„Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa, starf sem mér fannst vera spennandi,“ sagði Valgarð við aðalmeðferð málsins nú eftir hádegi. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður, rétt eins og Jónas og Pétur.

Fjögur börn síðan meint brot áttu sér stað

Hann segist einfaldlega hafa gengið inn í þá framkvæmd, en hann hafi ekki ákveðið stefnuna né sé hann að réttlæta hana. Hann taldi sig þó aldrei hafa farið út fyrir neinar heimildir er hann stundaði viðskiptin, frekar en aðra starfsmenn deildar eigin viðskipta.

„Glitnir hafði 1200 starfsmenn og meðal annars starfsmenn sem fylgdust með viðskiptum eigin viðskipta og ég taldi mig og okkur aldrei fara út fyrir þær heimildir,“ sagði Valgarð Már.

Hann tók það fram í máli sínu að tíminn í þessu máli hefði liðið alveg óskaplega og að Valgarð væri ekki lengur sami 26-27 ára gamli drengurinn og hann var þegar hann starfaði í deild eigin viðskipta hjá Glitni. Árið 2008 hafi hann kynnst konunni sinni og eignast fjögur börn síðan þá, sem sýni kannski hversu langan tíma málið hefur tekið.

Erlend matsfyrirtæki gáfu AAA

Í svörum Valgarðs við spurningum Björns Þorvaldssonar saksóknara kom fram að viðskipti eigin viðskipta Glitnis með bréf bankans hafi að hans mati verið sambærileg við viðskipti annarra banka með sín eigin bréf.

„Ég held að það hafi verið alkunna á markaði að bankar hafi átt í viðskiptum með eigin bréf. Með því að auka dýpt markaðarins eru bréfin seljanlegri, eða hægt að kaupa meira. Það er sú framkvæmd sem var viðhöfð,“ sagði Valgarð.

Hann lagði þó áherslu á að hann sjálfur hafi ekki átt dagleg viðskipti með eigin bréf bankans.

„Ég var ekki að eiga viðskipti á hverjum degi með eigin hlutabréf,“ og ítrekaði að viðskipti deildar eigin viðskipta hefðu verið innan þeirra heimilda sem settar voru og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir við fyrirkomulag þeirra.

„Meira að segja færustu matsfyrirtæki heimsins voru að gefa bönkunum AAA í einkunn,“ sagði Valgarð.

Engar sérstakar ástæður fyrir háu hlutfalli lokunaruppboða

Um það hversu hátt hlutfall viðskipta eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum fór fram í lokunaruppboðum í Kauphöllinni sagði Valgarð að margt annað gæti haft áhrif á upphafsgengi morgundagsins en lokastaða dagsins.

„Margir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif, erlendar fréttir, greiningar, hegðun Seðlabanka Bandaríkjanna, það eru milljón hlutir og ég held að það séu engar sérstakar ástæður fyrir því að menn hafi verið að einbeita sér sérstaklega að lokunartilboðum,“ sagði Valgarð.

Sló um sig með því að nefna Lárus

Saksóknari birti hljóðritun af símtali Valgarðs og þáverandi regluvarðar Glitnis. Þá hafði regluvörður tekið eftir því að eignarhlutur Glitnis í eigin bréfum væri kominn yfir 5%.

Valgarð svaraði regluverði á þá leið að verið væri að að reyna að finna „pluggera“ til að leysa úr því.

Spurður út í hvað „pluggerar“ væru, sagðist Valgarð að mögulega hefðu það verið áhugasamir aðilar á markaði.

„Við erum bara algjörlega í varðhaldi sko,“ sagði Valgarð svo við regluvörð bankans í sama símtali.

Regluvörður svarar: „Verður ekki bara að flagga?“

Valgarð svarar: „Jú, við verðum þá bara að gera það, ég meina það þarf samt að komast einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka,“ og vísar þar til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis.

Spurður út í þetta sérstaklega, sagði Valgarð að hann hefði verið að „slá um sig“ í samtali við regluvörðinn, með því að nefna bankastjórann á nafn.

Hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Lárus nema á fyrstu dögum sínum innan bankans, þegar Lárus tók í hendina á honum og bauð hann velkominn til starfa.

mbl.is

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1090..000 + vsk ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Fatagönnuður
Sérfræðistörf
Fatahönnuður Vegna aukinna umsvifa lei...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...