Var ekki í daglegum viðskiptum með bréfin

Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Valgarð Már Valgarðsson er fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, rétt eins og Jónas Guðmundsson og Pétur Jónasson, sem störfuðu í sömu deild innan bankans.

Valgarð var ráðinn til Glitnis haustið 2007 og var að eigin sögn fenginn sérstaklega til bankans til að byggja upp viðskipti með erlend hlutabréf, en áður hafði hann sinnt sambærilegu hlutverki hjá Kaupþing. Hann starfaði hjá Glitni í tæpa tólf mánuði, eða fram til haustsins 2008.

„Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa, starf sem mér fannst vera spennandi,“ sagði Valgarð við aðalmeðferð málsins nú eftir hádegi. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður, rétt eins og Jónas og Pétur.

Fjögur börn síðan meint brot áttu sér stað

Hann segist einfaldlega hafa gengið inn í þá framkvæmd, en hann hafi ekki ákveðið stefnuna né sé hann að réttlæta hana. Hann taldi sig þó aldrei hafa farið út fyrir neinar heimildir er hann stundaði viðskiptin, frekar en aðra starfsmenn deildar eigin viðskipta.

„Glitnir hafði 1200 starfsmenn og meðal annars starfsmenn sem fylgdust með viðskiptum eigin viðskipta og ég taldi mig og okkur aldrei fara út fyrir þær heimildir,“ sagði Valgarð Már.

Hann tók það fram í máli sínu að tíminn í þessu máli hefði liðið alveg óskaplega og að Valgarð væri ekki lengur sami 26-27 ára gamli drengurinn og hann var þegar hann starfaði í deild eigin viðskipta hjá Glitni. Árið 2008 hafi hann kynnst konunni sinni og eignast fjögur börn síðan þá, sem sýni kannski hversu langan tíma málið hefur tekið.

Erlend matsfyrirtæki gáfu AAA

Í svörum Valgarðs við spurningum Björns Þorvaldssonar saksóknara kom fram að viðskipti eigin viðskipta Glitnis með bréf bankans hafi að hans mati verið sambærileg við viðskipti annarra banka með sín eigin bréf.

„Ég held að það hafi verið alkunna á markaði að bankar hafi átt í viðskiptum með eigin bréf. Með því að auka dýpt markaðarins eru bréfin seljanlegri, eða hægt að kaupa meira. Það er sú framkvæmd sem var viðhöfð,“ sagði Valgarð.

Hann lagði þó áherslu á að hann sjálfur hafi ekki átt dagleg viðskipti með eigin bréf bankans.

„Ég var ekki að eiga viðskipti á hverjum degi með eigin hlutabréf,“ og ítrekaði að viðskipti deildar eigin viðskipta hefðu verið innan þeirra heimilda sem settar voru og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir við fyrirkomulag þeirra.

„Meira að segja færustu matsfyrirtæki heimsins voru að gefa bönkunum AAA í einkunn,“ sagði Valgarð.

Engar sérstakar ástæður fyrir háu hlutfalli lokunaruppboða

Um það hversu hátt hlutfall viðskipta eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum fór fram í lokunaruppboðum í Kauphöllinni sagði Valgarð að margt annað gæti haft áhrif á upphafsgengi morgundagsins en lokastaða dagsins.

„Margir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif, erlendar fréttir, greiningar, hegðun Seðlabanka Bandaríkjanna, það eru milljón hlutir og ég held að það séu engar sérstakar ástæður fyrir því að menn hafi verið að einbeita sér sérstaklega að lokunartilboðum,“ sagði Valgarð.

Sló um sig með því að nefna Lárus

Saksóknari birti hljóðritun af símtali Valgarðs og þáverandi regluvarðar Glitnis. Þá hafði regluvörður tekið eftir því að eignarhlutur Glitnis í eigin bréfum væri kominn yfir 5%.

Valgarð svaraði regluverði á þá leið að verið væri að að reyna að finna „pluggera“ til að leysa úr því.

Spurður út í hvað „pluggerar“ væru, sagðist Valgarð að mögulega hefðu það verið áhugasamir aðilar á markaði.

„Við erum bara algjörlega í varðhaldi sko,“ sagði Valgarð svo við regluvörð bankans í sama símtali.

Regluvörður svarar: „Verður ekki bara að flagga?“

Valgarð svarar: „Jú, við verðum þá bara að gera það, ég meina það þarf samt að komast einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka,“ og vísar þar til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis.

Spurður út í þetta sérstaklega, sagði Valgarð að hann hefði verið að „slá um sig“ í samtali við regluvörðinn, með því að nefna bankastjórann á nafn.

Hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Lárus nema á fyrstu dögum sínum innan bankans, þegar Lárus tók í hendina á honum og bauð hann velkominn til starfa.

mbl.is

Innlent »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 m.kr. til neyðaraðstoðar í Jemen

19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »

Kópavogsbær sýknaður af kröfum Lauga

17:30 Landsréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af skaðabótakröfum Lauga vegna ákvörðunar bæjarins um að hafna tilboði fyrirtækisins í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í bænum. Þar með staðfesti Landsréttur sýknudóm Héraðsdóm Reykjaness síðan í febrúar síðastliðnum. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

17:28 „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Unnið að því að meta skemmdirnar

17:04 Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn upplýsingafulltrúa WOW air er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

16:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

16:36 „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »

Eiríkur hlýt­ur verðlaun Jónas­ar

16:32 Eiríkur Rögnvaldsson hlaut í dag verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar þegar þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Höfn. Við sama tækifæri tók Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson við sérstakri viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir verkefnið Skáld í skólum. Meira »

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

16:30 Landsréttur hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára stúlku árið 2015 og dæmt hann til að greiða henni 1.3 milljónir króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness hafði einnig dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi en það var ekki bundið skilorði. Meira »

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin 11 ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Mikið vatnsveður á höfuðborgarsvæðinu

16:15 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðarfirði. Búast má við hvössum vindi og snörpum vindkviðum við fjöllum og færð er varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Sagt upp fyrirvarlaust eftir 44 ár

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

15:55 Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

15:42 Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið. Meira »

Margir lesa á íslensku sér til gamans

14:59 Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði. Meira »