Var ekki í daglegum viðskiptum með bréfin

Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Verjendur ákærðra við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Valgarð Már Valgarðsson er fyrrum starfsmaður eigin viðskipta Glitnis. Hann er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, rétt eins og Jónas Guðmundsson og Pétur Jónasson, sem störfuðu í sömu deild innan bankans.

Valgarð var ráðinn til Glitnis haustið 2007 og var að eigin sögn fenginn sérstaklega til bankans til að byggja upp viðskipti með erlend hlutabréf, en áður hafði hann sinnt sambærilegu hlutverki hjá Kaupþing. Hann starfaði hjá Glitni í tæpa tólf mánuði, eða fram til haustsins 2008.

„Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa, starf sem mér fannst vera spennandi,“ sagði Valgarð við aðalmeðferð málsins nú eftir hádegi. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður, rétt eins og Jónas og Pétur.

Fjögur börn síðan meint brot áttu sér stað

Hann segist einfaldlega hafa gengið inn í þá framkvæmd, en hann hafi ekki ákveðið stefnuna né sé hann að réttlæta hana. Hann taldi sig þó aldrei hafa farið út fyrir neinar heimildir er hann stundaði viðskiptin, frekar en aðra starfsmenn deildar eigin viðskipta.

„Glitnir hafði 1200 starfsmenn og meðal annars starfsmenn sem fylgdust með viðskiptum eigin viðskipta og ég taldi mig og okkur aldrei fara út fyrir þær heimildir,“ sagði Valgarð Már.

Hann tók það fram í máli sínu að tíminn í þessu máli hefði liðið alveg óskaplega og að Valgarð væri ekki lengur sami 26-27 ára gamli drengurinn og hann var þegar hann starfaði í deild eigin viðskipta hjá Glitni. Árið 2008 hafi hann kynnst konunni sinni og eignast fjögur börn síðan þá, sem sýni kannski hversu langan tíma málið hefur tekið.

Erlend matsfyrirtæki gáfu AAA

Í svörum Valgarðs við spurningum Björns Þorvaldssonar saksóknara kom fram að viðskipti eigin viðskipta Glitnis með bréf bankans hafi að hans mati verið sambærileg við viðskipti annarra banka með sín eigin bréf.

„Ég held að það hafi verið alkunna á markaði að bankar hafi átt í viðskiptum með eigin bréf. Með því að auka dýpt markaðarins eru bréfin seljanlegri, eða hægt að kaupa meira. Það er sú framkvæmd sem var viðhöfð,“ sagði Valgarð.

Hann lagði þó áherslu á að hann sjálfur hafi ekki átt dagleg viðskipti með eigin bréf bankans.

„Ég var ekki að eiga viðskipti á hverjum degi með eigin hlutabréf,“ og ítrekaði að viðskipti deildar eigin viðskipta hefðu verið innan þeirra heimilda sem settar voru og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir við fyrirkomulag þeirra.

„Meira að segja færustu matsfyrirtæki heimsins voru að gefa bönkunum AAA í einkunn,“ sagði Valgarð.

Engar sérstakar ástæður fyrir háu hlutfalli lokunaruppboða

Um það hversu hátt hlutfall viðskipta eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum fór fram í lokunaruppboðum í Kauphöllinni sagði Valgarð að margt annað gæti haft áhrif á upphafsgengi morgundagsins en lokastaða dagsins.

„Margir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif, erlendar fréttir, greiningar, hegðun Seðlabanka Bandaríkjanna, það eru milljón hlutir og ég held að það séu engar sérstakar ástæður fyrir því að menn hafi verið að einbeita sér sérstaklega að lokunartilboðum,“ sagði Valgarð.

Sló um sig með því að nefna Lárus

Saksóknari birti hljóðritun af símtali Valgarðs og þáverandi regluvarðar Glitnis. Þá hafði regluvörður tekið eftir því að eignarhlutur Glitnis í eigin bréfum væri kominn yfir 5%.

Valgarð svaraði regluverði á þá leið að verið væri að að reyna að finna „pluggera“ til að leysa úr því.

Spurður út í hvað „pluggerar“ væru, sagðist Valgarð að mögulega hefðu það verið áhugasamir aðilar á markaði.

„Við erum bara algjörlega í varðhaldi sko,“ sagði Valgarð svo við regluvörð bankans í sama símtali.

Regluvörður svarar: „Verður ekki bara að flagga?“

Valgarð svarar: „Jú, við verðum þá bara að gera það, ég meina það þarf samt að komast einhverri niðurstöðu bara með Lalla líka,“ og vísar þar til Lárusar Welding, forstjóra Glitnis.

Spurður út í þetta sérstaklega, sagði Valgarð að hann hefði verið að „slá um sig“ í samtali við regluvörðinn, með því að nefna bankastjórann á nafn.

Hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Lárus nema á fyrstu dögum sínum innan bankans, þegar Lárus tók í hendina á honum og bauð hann velkominn til starfa.

mbl.is

Innlent »

Strætisvagnsstjóri í síma undir stýri

14:28 Myndskeið náðist af strætisvagnsstjóra í dag þar sem hann virðist vera tala í síma undir stýri. „Þetta er náttúrulega stranglega bannað, þetta er lögbrot. Þegar við fáum svona ábendingar þá sendum við þær alltaf áfram á rétta aðila og þeir [vagnstjórarnir] eru áminntir í starfi,“ segir upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við mbl.is. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

13:40 Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

13:21 Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði afskipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Segir lögreglan að allir, fyrir utan einn, hafi verið til fyrirmyndar, eftir að hafa farið yfir reglur um skotveiðar, kannað skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn veiðimannanna. Meira »

Til Íslands á sæþotu frá Færeyjum

12:18 „Þetta er hrikalega flott. Þetta er þrautreyndur sæúlfur á sæþotu sem fer yfir mjög erfitt hafsvæði,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants frá Húsavík, um þýskan ævintýramann sem hann rakst á í hvalaskoðun um helgina. Meira »

Ekki áður séð hnúfubak svo innarlega

11:42 Guðni Albert Einarsson var á ferð inn Djúpið er hann kom auga á hnúfubak sem hann myndaði með dróna og deildi svo atvikinu á Facebook, en þar sést hvalurinn hrækja frá sér hvítri flygsu. „Hverju skyldi hann vera að hrækja út úr sér, ætli það sé plastpoki,“ segir Guðni í færslu sinni. Meira »

155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk

11:39 Rúmlega 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram um síðustu helgi. Um er að ræða talsvert hærri upphæð en í fyrra, en þá söfnuðust 118 milljónir. Meira »

Sóttu þýfið sjálf í kjallarageymslu

11:03 Berglind Haðardóttir sótti stolinn bakpoka bandarískrar ferðakonu í geymslurými í blokk í Breiðholti í gær. Hún hafði lýst eftir síma konunnar á Facebook-síðu íbúasamtaka í Breiðholti og gaf þjófnum tækifæri á að skila bakpokanum. Meira »

Þurfa örvun og hreyfingu í einangruninni

10:58 Á meðan einangrunarkrafan er í gildi munum við gera okkar allra besta til að hundar fái allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi. Að þeir fái andlega örvun, hreyfingu og samskipti.“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem rekur einangrunarstöðina Mósel. Meira »

Ekkert fékkst upp í kröfur vegna Dalsmynnis

10:32 Skiptum er lokið á þrotabúi hundaræktarinnar Dalsmynnis og fundust engar eignir í búinu að því er greint er frá í Lögbirtingarblaðinu í morgun. Var kröfum upp á rúmar 2,3 milljónir kr. lýst í búið og fékkst ekkert upp í þær. Meira »

Skólar Hafnarfjarðar nánast fullmannaðir

10:21 Einungis vantar að manna 0,7% stöðugildi leikskólakennara hjá Hafnarfjarðarbæ. Enga grunnskólakennara vantar hjá bænum og eru frístundarheimili vel mönnuð. Þetta segir Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi bæjarins. Meira »

Verðmæti dróst saman um 15%

09:42 Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017 var um 197 milljarðar króna sem er 15,2% minna en árið 2016.  Meira »

Árekstur á Bústaðavegi

09:08 Strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Bústaðavegi fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn lítils háttar og er talið líklegt að hann verði fluttur á slysadeild. Meira »

Kanna atferli í sumarhögum

08:18 Alls voru 118 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og næsta sumar. Það var Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar, sem dreifði staðsetningartækjum til sauðfjárbænda sem þeir settu á ærnar. Meira »

Skattkerfið fremur haganlegt hér

07:57 Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg, haganleg og einföld í samanburði við helstu nágrannaríki Íslands. Meira »

Vill enn fleiri áhorfendur

07:40 „Þetta er alltaf bara mögnuð tilfinning að klára maraþon,“ segir Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, sem kíkti í síðdegisþáttinn á K100. Hann hljóp á 2:26:43, sem er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni. Meira »

Átt þú skó í Eyjum?

07:37 Lögreglan í Vestmannaeyjum birti fjölda ljósmynda á Facebook-síðu sinni síðasta föstudag af óskilamunum frá Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Meira »

Snýst í norðanátt á morgun

06:57 Hægur vindur í dag og víða væta, einkum skúrir vestanlands en fyrir austan er það rigning eða súld. Á morgun snýst í norðlægari átt og léttir til fyrir sunnan, en skýjað norðan heiða. Víða má þó búast við skúrum, sér í lagi síðdegis. Meira »

Milljónir flúið land

05:30 Talið er að um 2,3 milljónir manna hafi flúið frá Venesúela á síðustu fjórum árum vegna efnahagskreppu.   Meira »

Hæstu launin um 1,5 milljónir

05:30 Borgarritari og sviðsstjórar velferðar-, skóla- og frístunda-, íþrótta- og tómstunda- og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar eru launahæstu embættismenn borgarinnar að því er fram kemur í svari kjaranefndar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...