Varar við tjörublæðingum

Ljósmynd/Umferðarstofa

Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóra hjá flutningafyrirtækinu Sigga danska ehf.

Frétt mbl.is: Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

„Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn í Morgunblaðinu en hann ók austur til Hornafjarðar í gær og segir að slæmt ástand þjóðvegarins hafi valdið því að mikil tjara safnaðist upp í dekkjum vörubílsins og gerði aksturinn afar hættulegan.

Einnig er rætt við Sigurð Hafsteinsson, eiganda Sigga danska, sem segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða í þessum efnum. Vörubílstjórar hafi ítrekað bent á vandamálið og séu búnir að fá nóg.

„Þetta er orðið það mikið í dekkjunum núna að bílarnir missa aksturseiginleika. Þetta voru fimm bílar í gær; einn frá mér og fjórir aðrir, og voru þeir allir í vandræðum. Þeir héldu að það væri sprungið á bílunum, þeir létu svo illa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert