Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

Séð inn eftir Súðavíkurhlíðinni.
Séð inn eftir Súðavíkurhlíðinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á vegum á Norðurlandi. Töluverð snjókoma er í Húnavatnssýslu og Skagafirði og þæfingsfærð í Langadal, Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi.

Víðast er greiðfært á Austurlandi en hálka á nokkrum fjallvegum. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan.

Hálka eða hálkublettir eru annars á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi en þó er greiðfært á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og Kjalarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert