Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

Íbúar í Neskaupstað hafa verið beðnir um að sjóða vatnið.
Íbúar í Neskaupstað hafa verið beðnir um að sjóða vatnið. mbl.is/Heiddi

Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði.

Önnur ástæðan er hið mikla vatnsveður sem varð þar síðasta föstudag og hin ástæðan er bilun sem varð í síðustu viku þegar vatnslögn fór í sundur og forðatankur tæmdist.

Þetta segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. mbl.is/Albert Kemp

„Veitusviðið er að reyna að finna upprunann. Það er verið að taka frekari sýni úr dreifikerfinu og úr vatnsbólinu,“ segir Páll Björgvin og segir mjög óvenjulegt að svona lagað skuli gerast.

Vatnsbólið sem um ræðir er í Fannardal. Sýni voru tekin úr dreifikerfinu á mánudag og í dag kom bráðabirgðaniðurstaðan í ljós.

Íbúar í Neskaupstað hafa verið beðnir um að sjóða vatnið, að minnsta kosti fyr­ir viðkvæma ein­stak­linga, ung börn og sjúka. „Á meðan við erum að kanna þetta þarf að gæta ýtrasta öryggis,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert