Verða að fresta aðgerðum

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða.

Framkvæma hafi þurft ótrúlega margar bráðaaðgerðir að undanförnu vegna hálkuslysa. Á þessum árstíma sé álagið hvað mest á spítalanum.

„Á þessum árstíma þurfum við því miður stundum að grípa til þeirra ráðstafana að fresta aðgerðum. Í gær (mánudag – innskot blm.) var alveg geysilegt álag á spítalanum því sjúklingar streymdu hingað með hvers kyns vandamál og bráðavandamál sem þegar þurfti að leysa,“ segir Anna Sigrún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert