Verklagsreglum ekki verið fylgt

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sigríður Björk fyrir miðju.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sigríður Björk fyrir miðju. mbl.is/Hari

„Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um vörslu sönnunargagna í sakamálum um muni sem haldlagðir voru vegna rannsóknar lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar.

Frétt mbl.is: Vita ekki hvað varð um munina

Fundurinn, sem hófst klukkan 15:00, var haldinn meðal annars vegna nýlegra frétta af því að umræddir munir hafi ekki fundist en fulltrúi Pírata í nefndinni, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, óskaði eftir honum. 

Sigríður sagði nokkrar húsleitir hafi verið gerðar og í einni þeirra hafi munirnir verið haldlagðir, meðal annars úr og skartgripir. Munirnir hafi ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit að þeim. Farið hafi verið mjög nákvæmt ofan í málið og sérstakur starfsmaður settur í það. Sagði Sigríður að eina skýringin væri sú að verklagsreglum hefði ekki verið fylgt.

mbl.is/Hari

Þannig virtist skýrsla hafa verið gerð um munina en þeir hins vegar ekki skilað sér í vörslu lögreglunnar. Lögreglan gæti fyrir vikið ekki staðfest hvað hafi orðið um munina. Sett hafi verið í forgang af þessu sökum að endurskoða ferlið til þess að tryggja að slíkt gerðist ekki aftur. Til að mynda með því að munir væri skráðir strax á vettvangi.

Sigríður lagði áherslu á mikilvægi þess að traust ríkti um störf lögreglunnar og sagði miður að ekki hafi fengist niðurstaða í málið. Héraðssaksóknari hefði hætt rannsókn málsins 8. janúar og kærufrestur vegna þess væri ekki liðinn og því gæti verið að rannsókn yrði haldið áfram. Málinu væri því engan veginn lokið.

mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert