Er þetta ekki bara frekja?

Urður Njarðvík er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands.
Urður Njarðvík er dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Streymt verður beint frá fundinum og hér er tengill á útsendinguna. 

Urður ræðir einnig um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eru í sérstakri áhættu á að þróa með sér kvíðaraskanir.

Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

 Erindið er liður nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. 

Fyrirlestur Urðar er sá fyrsti í nýrri fyrirlestraröð sem rektor Háskóla Íslands hleypir af stokkunum á árinu 2018 og ber heitið Háskólinn og samfélagið. Viðfangsefni fyrirlestraraðarinnar verða af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri. Í fyrstu fræðslufundaröðinni, sem ber heitið Best fyrir börnin, verður velferð barna og ungmenna í brennidepli, með áherslu á andlega líðan, hreyfingu, svefn, læsi, snjallsímanotkun, mataræði og samskipti.

Tengill á beina útsendingu af erindinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert