Fundað um borgarlínu í beinni

Kort af fyrirætlaðri borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.
Kort af fyrirætlaðri borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Kort/Mannvit

Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri, heldur erindi ásamt Ólöfu Kristjánsdóttur verkfræðingi og fagstjóra samgöngu hjá verkfræðistofunni Mannvit. Þau munu kynna hið nýja kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa ásamt skýrslu Mannvits um úttekt á göturými.

Kostnaður vegna und­ir­bún­ings borg­ar­línunnar nem­ur 83 millj­ón­um króna fram til þessa. Ríkið greiðir stærsta hlut­ann eða 55 millj­ón­ir. Þetta kom fram í svari borg­ar­stjóra við fyr­ir­spurn borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í lok síðasta árs.

Fjölmennt er á fundinum og er salurinn í Hafnarborg þétt setinn. Sýnt er beint frá fundinum á Facebook-síðu Hafnarfjarðar og og á vef bæjarins. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um eina og hálfa klukkustund.

Hér má fylgjast með fundinum: 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert