Guðni í hestvagni konungs

Guðni Th. Jóhannesson og Karl Gústaf Svíakonungur komu saman í …
Guðni Th. Jóhannesson og Karl Gústaf Svíakonungur komu saman í hestvagni til hallarinnar. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í inn í Borgargarðinn á leið sinni til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn hans í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs.

Opinber heimsókn forsetans og Elizu Reid forsetafrúar hófst í gær í móttöku í konungshöllinni. Þar fluttu bæði Guðni og Karl Gústaf ávörp. Í gærkvöldi var svo boðið til hátíðarkvöldverðar.

Dagskrá heimsóknar forsetahjónanna í dag er eftirfarandi:

Dagurinn hófst á morgunverðarfundi með fólki úr ferðaþjónustunni, sem Íslandsstofa hefur skiplagt, þar sem Eliza flutti ávarp. Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.

Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólms­háskóla en Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi.

Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.

Guðni Th. Jóhannesson og Karl Gústaf koma inn í Borgargarðinn …
Guðni Th. Jóhannesson og Karl Gústaf koma inn í Borgargarðinn sem er umhverfis konungshöllina í gær. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Forseti Íslands, Svíakonungur og fylgdarlið þeirra á leið að konungshöllinni.
Forseti Íslands, Svíakonungur og fylgdarlið þeirra á leið að konungshöllinni. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Guðni Th. Jóhannesson forseti talaði um samvinnu og tengsl Íslands …
Guðni Th. Jóhannesson forseti talaði um samvinnu og tengsl Íslands og Svíþjóðar í ávarpi sínu í sænsku konungshöllinni í gær. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Börn veifuðu íslenska fánanum við konungshöllina.
Börn veifuðu íslenska fánanum við konungshöllina. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Allt var eftir kúnstarinnar reglum í opinberri heimsókn forseta Íslands …
Allt var eftir kúnstarinnar reglum í opinberri heimsókn forseta Íslands í Svíþjóð í gær. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp á bókasafninu.
Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp á bókasafninu. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert