Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson sigursæll að loknum fimmta keppnisdegi.
Hans Kristján Guðmundsson sigursæll að loknum fimmta keppnisdegi. Ljósmynd/Aðsend

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Enn eru því nokkrir keppnisdagar eftir sem skera úr um hver hampar titlinum á mótinu. 

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir.“ Þetta segir Hans í tilkynningu eftir að hafa komið fyrstur í mark á 5. keppnisdeginum. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Hans keppir á svona stóru móti. Hann er í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni. 

Þess má geta að Hans er þekktur undir nafninu víkingurinn fljúgandi á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna. 

Hér má sjá viðtal við Hans í lok dags. 



Svifvængjaflugmenn í keppni.
Svifvængjaflugmenn í keppni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert