Laus úr varðhaldi en er í farbanni

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur …
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur Euromarket, meðal þeirra fjármuna sem lagt var hald á. mbl.is/Eggert

Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann.

RÚV greindi frá málinu. Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald en Landsréttur komst að því að ekki væru forsendur fyrir því að halda manninum í varðhaldi.

Þrír menn voru hand­tekn­ir í aðgerð sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra klukk­an sex að morgni 12. des­em­ber en alls voru 20 manns hand­tekn­ir þann dag í sam­ræmd­um aðgerðum lög­reglu­yf­ir­valda á Íslandi, í Póllandi og Hollandi.

Í fyrstu voru þrír Pól­verj­ar úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald í tengsl­um við rann­sókn á um­fangs­miklu smygli og fram­leiðslu á fíkni­efn­um, fjár­svik og pen­ingaþvætti hér á landi. Einum var sleppt 20. desember og gæslu­v­arðhald yfir öðrum mannanna rann út á föstu­dag og var ekki farið fram á áframhaldandi varðhald yfir honum.

mbl.is