Ný stjórn Pírata í Reykjavík

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson. Ljósmynd/Píratar

Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að aðrir stjórnarmenn séu Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir ritari félagsins, Björn Þór Jóhannesson gjaldkeri og Unnar Þór Sæmundsson. Elsa Nore hafi hlotið kjör sem aðalmaður í stjórn en lækkað sig um sæti og sé því fyrsti varamaður. Í staðinn hafi Árni Steingrímur Sigurðsson komið inn sem fimmti stjórnarmeðlimur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert