Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Stinningarlyfið Kamarga.
Stinningarlyfið Kamarga.

Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákærði manninn í nóvember í fyrra fyrir brot gegn tolla- og lyfjalögum en brotið framdi maðurinn haustið 2016.

Maðurinn hafði þá „gengið um tollhlið á Keflavíkurflugvelli merkt grænu og með áletrunina „Enginn tollskyldur varningur“ og þannig flutt til landsins og reynt að komast hjá því að greina tollyfirvöldum frá 2.199 stk. af lyfseðilsskylda lyfinu Kamagra, sem hann hafði ekki innflutningsleyfi fyrir,“ eins og segir í dómnum.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust en hann er á sextugsaldri og hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Hann er því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og stinningarlyfið var gert upptækt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert