Skjálfti upp á 3,2 stig

Síðast gaus í Öræfajökli árið 1727 en tæpum fjögur hundruð …
Síðast gaus í Öræfajökli árið 1727 en tæpum fjögur hundruð árum fyrr varð stærsta þeytigos sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 220 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, talsvert færri en í vikunni áður þegar rúmlega 500 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,8 að stærð og mældist 10. janúar í Bárðarbungu. Aðeins 6 skjálftar mældust í Öræfajökli, allir undir 1,0 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu í vikunni.

mbl.is