Frítt inn fyrir Ásmunda

Ásmundum þessa lands býðst nú að kynna sér verk nafna …
Ásmundum þessa lands býðst nú að kynna sér verk nafna síns, Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, endurgjaldslaust. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, ætlar Listasafn Reykjavíkur að bjóða öllum sem heita Ásmundur að heimsækja Ásmundarsafn endurgjaldslaust á þessu ári ásamt einum gesti. Ekki skiptir máli hvað gesturinn heitir, að því er segir í fréttatilkynningu.


Hvetur starfsfólk Listasafns Reykjavíkur Ásmunda þessa lands til að nýta sér tækifærið og kynna sér verk nafna síns; byggingu, útilistaverk, sem og fjölda skemmtilegra verka sem nú eru sýnd á sýningunni List fyrir fólkið í Ásmundarsafni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert