Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

Guðni hélt fyrir fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla í gær.
Guðni hélt fyrir fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla í gær. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. 

Dag­ur­inn hófst á morg­un­verðar­fundi með fólki úr ferðaþjón­ust­unni þar sem El­iza flutti ávarp sitt. Þaðan var haldið í Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi og þar sem fram fór kynn­ing á sam­starfs­verk­efn­um sænskra og ís­lenskra vís­inda­manna.

Þá kynnti for­seti sér vist­væn­ar hús­bygg­ing­ar í Stokk­hólmi og skoðaði fjöl­býl­is­hús úr timbri og á sama tíma heim­sótti for­setafrú­in stóra mat­ar­versl­un sem rek­in er í þeim til­gangi að minnka sóun á mat­væl­um til hags­bóta fyr­ir efna­lítið fólk.

Því næst hélt for­seti fyr­ir­lest­ur við stjórn­mála­fræðideild Stokk­hólms­há­skóla og El­iza heim­sótti Barna­hús í Stokk­hólmi sem ætlað er að veita börn­um, sem grun­ur er um að séu fórn­ar­lömb of­beld­is, ör­uggt um­hverfi á meðan mál þeirra eru á rann­sókn­arstigi.

Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Eliza flutti ávarp á morgunfundi með fólki úr ferðaþjónustu.
Eliza flutti ávarp á morgunfundi með fólki úr ferðaþjónustu. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Guðni kynnti sér vistvænar byggingar.
Guðni kynnti sér vistvænar byggingar. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert