Þungfært og snjóflóðahætta

Styrmir Kári

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum.

Þá er hálka eða hálkublettir á vegum víða um land og snjóþekja víða norðan-, austan- og vestanlands.

Hálendisvegir eru að mestu ófærir og allur akstur bannaður á vegi 864 austan Jökulsár á Fjöllum vegna skemmda í veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert