Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Fólk er beðið um greiðslukortaupplýsingar gegn loforðum um endurgreiðslu, eins …
Fólk er beðið um greiðslukortaupplýsingar gegn loforðum um endurgreiðslu, eins og raunin var í síðasta mánuði.

„Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. 

Ekki er nema rétt rúmur mánuður síðan þrjótar notuðu nafn Sím­ans til að fal­ast eft­ir greiðslu­korta­upp­lýs­ing­um fólks með ósann­ind­um um end­ur­greiðslu. Svipað er uppi á teningunum núna.

Síminn bendir enn og aftur á að það er skýr regla fyrirtækisins að biðja ekki undir neinum kringumstæðum um greiðslukortanúmer í tölvupósti. Aldrei ber að afhenda kreditkortaupplýsingar sínar með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Símanum vegna málsins.

Síminn hefur lokað á lendingarsíður í tölvupósti svindlaranna hjá viðskiptavinum Símans. Bent er á að ef viðskiptavinir annarra fjarskiptafélaga hafi fengið póstinn skuli þeir vara sig. 

„Síminn hefur upplýst netöryggissveit yfirvalda, Cert-Ís, um póstana. Öryggisteymi Símans fylgist með framvindunni í náinni samvinnu við hana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert