Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur engan í ...
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur engan í raun vilja rífa gömlu sundhöllina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjanesbúar virðast ekki allir sáttir við áætlun um að rífa gömlu sundhöllina í Keflavík. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er ein þeirra sem vill bjarga sundhöllinni, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, frá niðurrifi. Í gær stofnaði hún Facebook-hópinn Björgum sundhöll Keflavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900.

„Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín og kveðst vera alsæl með stuðninginn. „Öll viðbrögð við þessu hafa verið á einn veg. Ég renndi blint í sjóinn, en planið var að kanna hvort að það væru ekki örugglega fleiri en ég sem eru þessara skoðunar.“

Ragnheiður Elín hefur líka fundið fyrir miklum meðbyr frá því hún skrifaði í byrjun mánaðarins Skipulagsstjóra Reykjanesbæjar umsögn og mótmælti niðurrifi sundhallarinnar. Facebook-hópurinn er framhald á því og segir hún þau nú þurfa að koma þessum vilja sínum skýrt á framfæri við bæjaryfirvöld, mögulega með fundarhöldum eða yfirlýsingu.

„Það er svo skemmtilegt að ég er að komast að því að þetta er ekki bara sundlaugin okkar Keflvíkinga. Ég er að fá pósta frá Grindavík þar sem menn eru að tala um að þetta hafi ekki síður verið sundlaugin þeirra á sínum tíma. Þarna lærðu líka sjómenn alls staðar að af Suðurnesjum að synda.“

Þá sé verið að taka saman heildaryfirlit á verkum Guðjóns Samúelssonar. „Það fær mann til að hugsa að þetta er ekki bara byggingasaga okkar hér, heldur varðar þetta okkur öll. Þetta er byggingasaga og saga Guðjóns sem er auðvitað stórmerkileg.“

Ekki er búið að heimila niðurrif á byggingunni og kveðst Ragnheiður Elín bjartsýn að það takist að koma í veg fyrir að það verði gert. „Bæði hafa viðbrögðin verið slík og eins held ég að innst inni þá langi engan til þess að rífa þetta.“ segir hún. Deiliskipulagstillagan nú sé sú þriðja eða fjórða sem gerð hafi verið, en sú fyrsta þar sem að lagt er til að sundhöllin sé rifinn og það þrátt fyrir að áður hafi verið uppi hugmyndir um byggingu háhýsa.

„Ég tel ómaksins virði að teikna [reitinn] í eitt skipti í viðbót og láta þetta allt rúmast saman. Ég held að það sé ekki útilokað að ná lendingu þannig að húsið fái að halda sér og að það verði samt sem áður unnt að byggja þarna íbúðir. Ég trúi því líka ekki að óreyndu að bæjarstjórnin fari í að rífa sundhöllina, ef að þessi mikla andstaða við hugmyndina kemur skýrt fram.“

mbl.is

Innlent »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »