Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur engan í ...
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur engan í raun vilja rífa gömlu sundhöllina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjanesbúar virðast ekki allir sáttir við áætlun um að rífa gömlu sundhöllina í Keflavík. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er ein þeirra sem vill bjarga sundhöllinni, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, frá niðurrifi. Í gær stofnaði hún Facebook-hópinn Björgum sundhöll Keflavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900.

„Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín og kveðst vera alsæl með stuðninginn. „Öll viðbrögð við þessu hafa verið á einn veg. Ég renndi blint í sjóinn, en planið var að kanna hvort að það væru ekki örugglega fleiri en ég sem eru þessara skoðunar.“

Ragnheiður Elín hefur líka fundið fyrir miklum meðbyr frá því hún skrifaði í byrjun mánaðarins Skipulagsstjóra Reykjanesbæjar umsögn og mótmælti niðurrifi sundhallarinnar. Facebook-hópurinn er framhald á því og segir hún þau nú þurfa að koma þessum vilja sínum skýrt á framfæri við bæjaryfirvöld, mögulega með fundarhöldum eða yfirlýsingu.

„Það er svo skemmtilegt að ég er að komast að því að þetta er ekki bara sundlaugin okkar Keflvíkinga. Ég er að fá pósta frá Grindavík þar sem menn eru að tala um að þetta hafi ekki síður verið sundlaugin þeirra á sínum tíma. Þarna lærðu líka sjómenn alls staðar að af Suðurnesjum að synda.“

Þá sé verið að taka saman heildaryfirlit á verkum Guðjóns Samúelssonar. „Það fær mann til að hugsa að þetta er ekki bara byggingasaga okkar hér, heldur varðar þetta okkur öll. Þetta er byggingasaga og saga Guðjóns sem er auðvitað stórmerkileg.“

Ekki er búið að heimila niðurrif á byggingunni og kveðst Ragnheiður Elín bjartsýn að það takist að koma í veg fyrir að það verði gert. „Bæði hafa viðbrögðin verið slík og eins held ég að innst inni þá langi engan til þess að rífa þetta.“ segir hún. Deiliskipulagstillagan nú sé sú þriðja eða fjórða sem gerð hafi verið, en sú fyrsta þar sem að lagt er til að sundhöllin sé rifinn og það þrátt fyrir að áður hafi verið uppi hugmyndir um byggingu háhýsa.

„Ég tel ómaksins virði að teikna [reitinn] í eitt skipti í viðbót og láta þetta allt rúmast saman. Ég held að það sé ekki útilokað að ná lendingu þannig að húsið fái að halda sér og að það verði samt sem áður unnt að byggja þarna íbúðir. Ég trúi því líka ekki að óreyndu að bæjarstjórnin fari í að rífa sundhöllina, ef að þessi mikla andstaða við hugmyndina kemur skýrt fram.“

mbl.is

Innlent »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund krónur úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár eins og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA), greindi frá í morgun. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...