Úr vöfflubakstri í skotfimi

Guðrún Hafberg og Bára Einarsdóttir æfa báðar skotfimi.
Guðrún Hafberg og Bára Einarsdóttir æfa báðar skotfimi. mbl.is/Árni Sæberg

„Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana.

„Við erum báðar í stjórn Skotíþróttafélags Kópavogs. Ég kemst nú ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana,“ segir Guðrún og hlær við.

Guðrún hefur náð glettilega góðum árangri á skömmum tíma, þrátt fyrir að hafa byrjað seinna á lífsleiðinni en margur, en hún hefur unnið silfur- og bronsverðlaun hérlendis.

„Við Bára erum góðar vinkonur og erum mikið saman. Þegar hún byrjaði í þessu varð hún alveg forfallin og var alltaf að reyna að fá mig með. Ég byrjaði á að baka vöfflur á mótum. En ég fór að prófa og byrjaði með loftskammbyssu.

Svo fór ég að skjóta með loftriffli, 22 kalibera skammbyssu en síðan enskum riffli, þar sem maður skýtur pínulítinn hring á 50 metra færi liggjandi, þetta er nokkuð krefjandi grein.

Guðrún kveður skotfimina vera skemmtilegan félagsskap, en nokkur skotfimifélög eru víða um land. „Skotfimin veitir mér svo mikla ánægju, ég mun halda þessu áfram á meðan ég get.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert