27 greindust með HIV í fyrra

AFP

Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum embættis landlæknis. 

„Áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkynhneigðum í 13 tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm tilfellum. Óvíst er um áhættuþætti í einu tilfelli,“ segir í Farsóttarfréttum.  

38 með sárasótt 

Aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár hélt áfram haustið 2017. Fjöldi klamydíutilfella var svipaður árið 2017 og árin á undan.

Sárasóttin sker sig úr hvað varðar fjölgun greindra tilfella á árinu 2017 sem er langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár.

Á árinu 2017 greindust alls 38 einstaklingar með sárasótt. Af þeim voru 30 karlar (79%) en átta konur (21%). Hlutfallslegur fjöldi karla sem greindist með sjúkdóminn er svipaður og árin á undan. Meðalaldur sýktra er 34 ár (aldursbil 20‒70 ára).

Ellefu voru af erlendu bergi brotnir (29%). Þótt sjúkdómurinn hafi fyrst og fremst verið tengdur karlmönnum sem hafa mök við karla greinist hann einnig meðal kvenna. Tvær þeirra hafa greinst í mæðravernd. Þessi alvarlegi sjúkdómur getur m.a. valdið fósturskaða.

Kynsjúkdómar færast enn í aukana á Íslandi.
Kynsjúkdómar færast enn í aukana á Íslandi. Farsóttarfréttir embættis landlæknis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert