Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni.
Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið fram­boð og gott aðgengi er að fíkni­efn­um á sam­fé­lags­miðlum. Um 60 lokaðir hóp­ar eru á Face­book þar sem fíkni­efni eru boðin til sölu á Íslandi. Talið er að kaup og sala fíkni­efna fari helst þar fram. Þetta kem­ur fram í BA-rit­gerð Ingu Rut­ar Helga­dótt­ur í fé­lags­fræði sem nefn­ist: Fíkni­efni á sam­fé­lags­miðlum: Rann­sókn á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum.

Rit­gerðin er hluti af samn­or­rænu sam­fé­lags­verk­efni sem Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræðideild Há­skóla Íslands og leiðbein­andi henn­ar, tek­ur þátt í fyr­ir hönd Íslands ásamt Ingu. Rann­sókn­in kall­ast fíkni­efna­sala á sam­skiptamiðlum inn­an Norður­land­anna: blönd­un staðbund­innar og tækni­legr­ar miðlun­ar við fíkni­efna­sölu. Rann­sókn­in felst í því að leita uppi síður eða hópa á net­inu sem selja eða kaupa fíkni­efni hér á Íslandi. Þetta er fyrsta rann­sókn­in sem skoðar þetta á Íslandi. 

Auðvelt að komast í hópana ef áhugi er fyrir hendi

„Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut. Fyr­ir ­fram taldi hún að helst væri boðið upp á kanna­bis en sú var ekki raun­in.  

Inga Rut hafði aldrei áður verið í hóp­um á sam­fé­lags­miðlum sem buðu fíkni­efni til sölu fyrr en ný­verið. „Ég þurfti aðeins að leggja höfuðið í bleyti til að finna leiðir hvernig ég gæti fengið aðgang í hóp­ana. Það tók mig viku,“ seg­ir Inga Rut. Hún fékk aðganga í 28 hópa sem seldu alls kyns fíkni­efni á síðustu fjór­um mánuðum síðasta árs. Þegar hún var fyrst kom­in inn í einn hóp gat hún auðveld­lega kom­ist inn í fleiri. All­ir nema einn hóp­anna eru með stillt á leyni­lega still­ingu á Face­book.

Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum.
Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum. Skjáskot úr safni

Stórir hópar sem stækka ört

„Ég gerði mér eng­an veg­inn grein fyr­ir hversu stórir hóp­ar þetta eru,“ seg­ir Inga Rut og bend­ir á að til að mynda í nokkrum þeirra voru um 2.000 aðilar. Hins veg­ar er hluti þeirra í mörgum hóp­um, einkum selj­end­ur. Inga Rut notaði gerviaðgang til að kom­ast inn eins og lang­flest­ir aðilanna gera. Nöfn hóp­anna eru fjöl­breytt og vísa ým­ist í er­lend­ar stór­borg­ir, ís­lensk­ar og er­lend­ar kvik­mynd­ir, dæg­ur­mál, eða beint til fíkni­efna eða fíkni­efna­notk­un­ar. 

Virkn­in í hóp­un­um var mik­il og gjarn­an eru sett­ar inn færsl­ur á tíu mín­útna fresti. Selj­end­ur voru þar í aðal­hlut­verki; að bjóða efnið sitt til sölu með aug­lýs­ing­um og virt­ist markaðssetn­ing­in vega þar þungt. Al­gengt var að fíkni­efna­sal­ar gæfu beint upp síma­núm­er sín. Á þessu tímabili sem hún skoðaði hópana fjölgaði félögum í þeim öllum um um það bil 50 til 200 manns. 

Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi.
Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi. mbl.is/Golli

Inga Rut náði fjór­um viðtöl­um við félaga hóp­anna, tvo kaup­end­ur og tvo fíkni­efna­sala. Hún sendi á 83 aðganga að Face­book beiðni um viðtal og fékk svör frá ell­efu þeirra en fjór­ir veittu viðtal. Fólkið var á aldr­in­um 21 til 35 ára og veitti viðtal ým­ist í gegn­um spjallið á Face­book eða gegn­um Face­book-sím­ann.

Fíkniefnasalar ekki sérlega varir um sig

Ann­ar fíkni­efna­sal­inn var heild­sali og var eldri, sá var mun var­ari um sig enn sá yngri. „Hann var reynslu­meiri og notaði dul­kóðuð sam­skipti,“ seg­ir Inga Rut. Hann notaði smá­for­ritið Wickr þegar hann seldi nýj­um kúnn­um en með því for­riti er ekki hægt að rekja IP-tölv­u­núm­er. Þegar hann hafði átt í reglu­leg­um sam­skipt­um við kaupendur fengu þeir síma­núm­er hans. 

Inga Rut bend­ir á að lík­lega hafi verið meira und­ir hjá hon­um því hann var heild­sali en hinn smá­sali. Yngri sal­inn gaf upp síma­núm­erið sitt og átti í ódul­kóðuðum sam­skipt­um við kaup­end­ur sína. Hvorugur hafði mikl­ar áhyggj­ur af því að lög­regl­an fylgd­ist með þeim en heild­sal­inn var meira meðvitaður um að slíkt gæti gerst, að sögn Ingu Rut­ar. Þetta viðhorf kom henni tals­vert á óvart.

Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.
Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.

Þess má geta að í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sem var birt 25. októ­ber 2017, er lögð áhersla á að rann­sókn­ir á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum byggi að mestu leyti á frum­kvæði lög­reglu. Í henni kem­ur einnig fram að lög­regl­an hafi samt sem áður ekki næg­an mannafla til að sinna þess­um mála­flokki.

Í ág­úst 2016 hand­tók lög­regl­an 20 manns og lokaði 80 sölusíðum á Face­book þar sem sala fíkni­efna fór fram.

Fjölbreyttur hópur neytenda

Kaup­end­urn­ir tveir sem hún ræddi við voru ekki hrædd­ir við lög­reglu þrátt fyr­ir að þeir hafi gert sér grein fyr­ir því að þeir stunduðu ólög­legt at­hæfi með því að kaupa og neyta fíkn­i­nefna. Kaup­end­urn­ir sjálf­ir voru ekki oft sýni­leg­ir á sam­fé­lags­miðlum held­ur fylgd­ust vel með, náðu í síma­núm­er og sam­skipta­leiðir við fíkni­efna­sala.  

„Þegar þú ert bú­inn að gera þetta nógu oft finnst þér þú ekki vera að taka neina áhættu. Ég skynjaði það frá öll­um nema heild­sal­an­um,“ seg­ir Inga Rut.

Neysluskammtur af kókaíni.
Neysluskammtur af kókaíni. AFP

Kaup­end­ur fíkni­efna eru fjöl­breytt­ur hóp­ur: ung­ir, gaml­ir, þekkt­ir og óþekkt­ir, að sögn viðmæl­enda Ingu Rut­ar. „Þetta er allt venju­legt fólk sem er þarna inni sem not­ar efn­in t.d. um helg­ar, annað slagið, eða við verkj­um eins og ann­ar kaup­and­inn því ekk­ert annað gat hjálpað,“ seg­ir Inga Rut og tek­ur fram að all­ir viðmæl­end­urn­ir hafi verið opn­ir, hrein­skiln­ir og gefið henni meiri upp­lýs­ing­ar en hún óskaði eft­ir.   

Inga Rut bend­ir á að þar sem aðgengi inn í hóp­ana er nokkuð auðvelt eigi ung­ling­ar og ung­menni greiðan aðgang þangað inn. Hún velt­ir því fyr­ir sér hvort auðvelt aðgengi efn­anna og fram­setn­ing þeirra ýti und­ir að ungu fólki finn­ist þetta eðli­legt og freist­ist frek­ar til að prófa þau þar sem ríkj­andi viðhorf inn­an hóp­anna er að það sé eðli­legt að nota þau. „Mér var til dæm­is farið að finn­ast gam­an að fylgj­ast með þessu,“ seg­ir Inga Rut sem seg­ir brýnt að rann­saka þetta enn frek­ar.   

„Eng­in neyt­enda­vernd“

Eins og fyrr seg­ir er verk­efnið hluti af nor­rænu sam­starfs­verk­efni sem Dan­ir eiga frum­kvæði að. Í lok fe­brú­ar fara Inga Rut og Helgi á ráðstefnu í Kaup­manna­höfn til að kynna niður­stöðurn­ar og halda áfram með verk­efnið. Helgi bend­ir á að Dan­ir séu komn­ir lengst í að rann­saka fíkni­efna­söl­una á sam­skiptamiðlun­um. „Hóp­arn­ir í Dan­mörku eru mun opn­ari og auðveld­ara er að kom­ast inn í þá. Þar er einnig umræðan um að lög­leiða fíkni­efni kom­in lengst,“ seg­ir Helgi.

Í þessu sam­hengi bend­ir hann á að sala á fíkni­efn­um verði að kom­ast upp á yf­ir­borðið. „Þetta er líf­leg­ur sölu­markaður án eft­ir­lits og al­gjör frum­skóg­ur. Það er eng­in neyt­enda­vernd í þessu og fólk veit ekk­ert hvað er í þess­um efn­um sem það er að kaupa. Þú get­ur eng­um treyst,“ seg­ir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.

Það kom hon­um á óvart hversu mikið fram­boð er af hinum ýmsu fíkni­efn­um á sam­skiptamiðlum og hversu stór markaður­inn er. Hins veg­ar hafi hann haft ákveðnar hug­mynd­ir og talið söl­una á net­inu fara meira fram í tengsl­um við kanna­bis.

„Ég hef reynd­ar gert mér það að leik í fjöl­mennu nám­skeiði sem ég held að spyrja yfir hóp­inn hversu marg­ir gætu út­vegað eit­ur­lyf fyr­ir næsta partí eft­ir nokkra daga. Und­an­tekn­ing­ar­laust seg­ist ríf­lega helm­ing­ur­inn geta gert það,“ seg­ir Helgi. Hann seg­ir þetta gefa vís­bend­ingu um hversu auðvelt aðgengið sé í raun og veru.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Tveir leikja Íslands í opinni dagskrá

Í gær, 21:20 Tveir af fjórum leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karlalandsliða í knattspyrnu verða í opinni dagskrá. Þetta segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Vodafone, en Þjóðadeildin verður að öðru leyti í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport. Meira »

Andlega erfið hlaupaleið

Í gær, 21:00 Hlaupaleiðin í Reykjavíkurmaraþoninu getur verið „andlega mjög erfið“ sökum lítillar hvatningar á löngum köflum, segir Arnar Pétursson, sem í gær varð Íslandsmeistari í maraþoni er hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:46 Meintum hnífstungumanni var sleppt að loknum yfirheyrslum í dag. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa stungið annan mann ítrekað í neðri hluta líkamans á fimmta tímanum í nótt. Meira »

Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

Í gær, 20:26 Olía fór í sjóinn við höfnina á Fáskrúðsfirði nú undir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Á bilinu 1.000-1.500 lítrar af olíu fóru í sjóinn, segir Grétar Helgi Geirsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla. Meira »

Lifa lífinu í gegnum aðra

Í gær, 20:15 Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira »

Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

Í gær, 19:42 Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík. Meira »

Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

Í gær, 19:25 Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

Í gær, 18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

Í gær, 14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

Í gær, 14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

Í gær, 13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

Í gær, 12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

Í gær, 12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

Í gær, 10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

Í gær, 09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

Í gær, 08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

Í gær, 07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

í gær Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

í fyrradag Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 23/7 (Ends 16...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út ágúst
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út ágúst Lyftir 204 ...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...