Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni.
Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið fram­boð og gott aðgengi er að fíkni­efn­um á sam­fé­lags­miðlum. Um 60 lokaðir hóp­ar eru á Face­book þar sem fíkni­efni eru boðin til sölu á Íslandi. Talið er að kaup og sala fíkni­efna fari helst þar fram. Þetta kem­ur fram í BA-rit­gerð Ingu Rut­ar Helga­dótt­ur í fé­lags­fræði sem nefn­ist: Fíkni­efni á sam­fé­lags­miðlum: Rann­sókn á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum.

Rit­gerðin er hluti af samn­or­rænu sam­fé­lags­verk­efni sem Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræðideild Há­skóla Íslands og leiðbein­andi henn­ar, tek­ur þátt í fyr­ir hönd Íslands ásamt Ingu. Rann­sókn­in kall­ast fíkni­efna­sala á sam­skiptamiðlum inn­an Norður­land­anna: blönd­un staðbund­innar og tækni­legr­ar miðlun­ar við fíkni­efna­sölu. Rann­sókn­in felst í því að leita uppi síður eða hópa á net­inu sem selja eða kaupa fíkni­efni hér á Íslandi. Þetta er fyrsta rann­sókn­in sem skoðar þetta á Íslandi. 

Auðvelt að komast í hópana ef áhugi er fyrir hendi

„Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut. Fyr­ir ­fram taldi hún að helst væri boðið upp á kanna­bis en sú var ekki raun­in.  

Inga Rut hafði aldrei áður verið í hóp­um á sam­fé­lags­miðlum sem buðu fíkni­efni til sölu fyrr en ný­verið. „Ég þurfti aðeins að leggja höfuðið í bleyti til að finna leiðir hvernig ég gæti fengið aðgang í hóp­ana. Það tók mig viku,“ seg­ir Inga Rut. Hún fékk aðganga í 28 hópa sem seldu alls kyns fíkni­efni á síðustu fjór­um mánuðum síðasta árs. Þegar hún var fyrst kom­in inn í einn hóp gat hún auðveld­lega kom­ist inn í fleiri. All­ir nema einn hóp­anna eru með stillt á leyni­lega still­ingu á Face­book.

Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum.
Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum. Skjáskot úr safni

Stórir hópar sem stækka ört

„Ég gerði mér eng­an veg­inn grein fyr­ir hversu stórir hóp­ar þetta eru,“ seg­ir Inga Rut og bend­ir á að til að mynda í nokkrum þeirra voru um 2.000 aðilar. Hins veg­ar er hluti þeirra í mörgum hóp­um, einkum selj­end­ur. Inga Rut notaði gerviaðgang til að kom­ast inn eins og lang­flest­ir aðilanna gera. Nöfn hóp­anna eru fjöl­breytt og vísa ým­ist í er­lend­ar stór­borg­ir, ís­lensk­ar og er­lend­ar kvik­mynd­ir, dæg­ur­mál, eða beint til fíkni­efna eða fíkni­efna­notk­un­ar. 

Virkn­in í hóp­un­um var mik­il og gjarn­an eru sett­ar inn færsl­ur á tíu mín­útna fresti. Selj­end­ur voru þar í aðal­hlut­verki; að bjóða efnið sitt til sölu með aug­lýs­ing­um og virt­ist markaðssetn­ing­in vega þar þungt. Al­gengt var að fíkni­efna­sal­ar gæfu beint upp síma­núm­er sín. Á þessu tímabili sem hún skoðaði hópana fjölgaði félögum í þeim öllum um um það bil 50 til 200 manns. 

Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi.
Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi. mbl.is/Golli

Inga Rut náði fjór­um viðtöl­um við félaga hóp­anna, tvo kaup­end­ur og tvo fíkni­efna­sala. Hún sendi á 83 aðganga að Face­book beiðni um viðtal og fékk svör frá ell­efu þeirra en fjór­ir veittu viðtal. Fólkið var á aldr­in­um 21 til 35 ára og veitti viðtal ým­ist í gegn­um spjallið á Face­book eða gegn­um Face­book-sím­ann.

Fíkniefnasalar ekki sérlega varir um sig

Ann­ar fíkni­efna­sal­inn var heild­sali og var eldri, sá var mun var­ari um sig enn sá yngri. „Hann var reynslu­meiri og notaði dul­kóðuð sam­skipti,“ seg­ir Inga Rut. Hann notaði smá­for­ritið Wickr þegar hann seldi nýj­um kúnn­um en með því for­riti er ekki hægt að rekja IP-tölv­u­núm­er. Þegar hann hafði átt í reglu­leg­um sam­skipt­um við kaupendur fengu þeir síma­núm­er hans. 

Inga Rut bend­ir á að lík­lega hafi verið meira und­ir hjá hon­um því hann var heild­sali en hinn smá­sali. Yngri sal­inn gaf upp síma­núm­erið sitt og átti í ódul­kóðuðum sam­skipt­um við kaup­end­ur sína. Hvorugur hafði mikl­ar áhyggj­ur af því að lög­regl­an fylgd­ist með þeim en heild­sal­inn var meira meðvitaður um að slíkt gæti gerst, að sögn Ingu Rut­ar. Þetta viðhorf kom henni tals­vert á óvart.

Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.
Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.

Þess má geta að í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sem var birt 25. októ­ber 2017, er lögð áhersla á að rann­sókn­ir á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum byggi að mestu leyti á frum­kvæði lög­reglu. Í henni kem­ur einnig fram að lög­regl­an hafi samt sem áður ekki næg­an mannafla til að sinna þess­um mála­flokki.

Í ág­úst 2016 hand­tók lög­regl­an 20 manns og lokaði 80 sölusíðum á Face­book þar sem sala fíkni­efna fór fram.

Fjölbreyttur hópur neytenda

Kaup­end­urn­ir tveir sem hún ræddi við voru ekki hrædd­ir við lög­reglu þrátt fyr­ir að þeir hafi gert sér grein fyr­ir því að þeir stunduðu ólög­legt at­hæfi með því að kaupa og neyta fíkn­i­nefna. Kaup­end­urn­ir sjálf­ir voru ekki oft sýni­leg­ir á sam­fé­lags­miðlum held­ur fylgd­ust vel með, náðu í síma­núm­er og sam­skipta­leiðir við fíkni­efna­sala.  

„Þegar þú ert bú­inn að gera þetta nógu oft finnst þér þú ekki vera að taka neina áhættu. Ég skynjaði það frá öll­um nema heild­sal­an­um,“ seg­ir Inga Rut.

Neysluskammtur af kókaíni.
Neysluskammtur af kókaíni. AFP

Kaup­end­ur fíkni­efna eru fjöl­breytt­ur hóp­ur: ung­ir, gaml­ir, þekkt­ir og óþekkt­ir, að sögn viðmæl­enda Ingu Rut­ar. „Þetta er allt venju­legt fólk sem er þarna inni sem not­ar efn­in t.d. um helg­ar, annað slagið, eða við verkj­um eins og ann­ar kaup­and­inn því ekk­ert annað gat hjálpað,“ seg­ir Inga Rut og tek­ur fram að all­ir viðmæl­end­urn­ir hafi verið opn­ir, hrein­skiln­ir og gefið henni meiri upp­lýs­ing­ar en hún óskaði eft­ir.   

Inga Rut bend­ir á að þar sem aðgengi inn í hóp­ana er nokkuð auðvelt eigi ung­ling­ar og ung­menni greiðan aðgang þangað inn. Hún velt­ir því fyr­ir sér hvort auðvelt aðgengi efn­anna og fram­setn­ing þeirra ýti und­ir að ungu fólki finn­ist þetta eðli­legt og freist­ist frek­ar til að prófa þau þar sem ríkj­andi viðhorf inn­an hóp­anna er að það sé eðli­legt að nota þau. „Mér var til dæm­is farið að finn­ast gam­an að fylgj­ast með þessu,“ seg­ir Inga Rut sem seg­ir brýnt að rann­saka þetta enn frek­ar.   

„Eng­in neyt­enda­vernd“

Eins og fyrr seg­ir er verk­efnið hluti af nor­rænu sam­starfs­verk­efni sem Dan­ir eiga frum­kvæði að. Í lok fe­brú­ar fara Inga Rut og Helgi á ráðstefnu í Kaup­manna­höfn til að kynna niður­stöðurn­ar og halda áfram með verk­efnið. Helgi bend­ir á að Dan­ir séu komn­ir lengst í að rann­saka fíkni­efna­söl­una á sam­skiptamiðlun­um. „Hóp­arn­ir í Dan­mörku eru mun opn­ari og auðveld­ara er að kom­ast inn í þá. Þar er einnig umræðan um að lög­leiða fíkni­efni kom­in lengst,“ seg­ir Helgi.

Í þessu sam­hengi bend­ir hann á að sala á fíkni­efn­um verði að kom­ast upp á yf­ir­borðið. „Þetta er líf­leg­ur sölu­markaður án eft­ir­lits og al­gjör frum­skóg­ur. Það er eng­in neyt­enda­vernd í þessu og fólk veit ekk­ert hvað er í þess­um efn­um sem það er að kaupa. Þú get­ur eng­um treyst,“ seg­ir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.

Það kom hon­um á óvart hversu mikið fram­boð er af hinum ýmsu fíkni­efn­um á sam­skiptamiðlum og hversu stór markaður­inn er. Hins veg­ar hafi hann haft ákveðnar hug­mynd­ir og talið söl­una á net­inu fara meira fram í tengsl­um við kanna­bis.

„Ég hef reynd­ar gert mér það að leik í fjöl­mennu nám­skeiði sem ég held að spyrja yfir hóp­inn hversu marg­ir gætu út­vegað eit­ur­lyf fyr­ir næsta partí eft­ir nokkra daga. Und­an­tekn­ing­ar­laust seg­ist ríf­lega helm­ing­ur­inn geta gert það,“ seg­ir Helgi. Hann seg­ir þetta gefa vís­bend­ingu um hversu auðvelt aðgengið sé í raun og veru.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefáns Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Mannauðsstjóri rykjanesbær
Stjórnunarstörf
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfé...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...