Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni.
Inga Rut Helgadóttir skoðaði hópa á samfélagsmiðlum sem selja fíkniefni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið fram­boð og gott aðgengi er að fíkni­efn­um á sam­fé­lags­miðlum. Um 60 lokaðir hóp­ar eru á Face­book þar sem fíkni­efni eru boðin til sölu á Íslandi. Talið er að kaup og sala fíkni­efna fari helst þar fram. Þetta kem­ur fram í BA-rit­gerð Ingu Rut­ar Helga­dótt­ur í fé­lags­fræði sem nefn­ist: Fíkni­efni á sam­fé­lags­miðlum: Rann­sókn á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum.

Rit­gerðin er hluti af samn­or­rænu sam­fé­lags­verk­efni sem Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræðideild Há­skóla Íslands og leiðbein­andi henn­ar, tek­ur þátt í fyr­ir hönd Íslands ásamt Ingu. Rann­sókn­in kall­ast fíkni­efna­sala á sam­skiptamiðlum inn­an Norður­land­anna: blönd­un staðbund­innar og tækni­legr­ar miðlun­ar við fíkni­efna­sölu. Rann­sókn­in felst í því að leita uppi síður eða hópa á net­inu sem selja eða kaupa fíkni­efni hér á Íslandi. Þetta er fyrsta rann­sókn­in sem skoðar þetta á Íslandi. 

Auðvelt að komast í hópana ef áhugi er fyrir hendi

„Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut. Fyr­ir ­fram taldi hún að helst væri boðið upp á kanna­bis en sú var ekki raun­in.  

Inga Rut hafði aldrei áður verið í hóp­um á sam­fé­lags­miðlum sem buðu fíkni­efni til sölu fyrr en ný­verið. „Ég þurfti aðeins að leggja höfuðið í bleyti til að finna leiðir hvernig ég gæti fengið aðgang í hóp­ana. Það tók mig viku,“ seg­ir Inga Rut. Hún fékk aðganga í 28 hópa sem seldu alls kyns fíkni­efni á síðustu fjór­um mánuðum síðasta árs. Þegar hún var fyrst kom­in inn í einn hóp gat hún auðveld­lega kom­ist inn í fleiri. All­ir nema einn hóp­anna eru með stillt á leyni­lega still­ingu á Face­book.

Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum.
Myndir af fíkniefnum á samskiptamiðlum. Skjáskot úr safni

Stórir hópar sem stækka ört

„Ég gerði mér eng­an veg­inn grein fyr­ir hversu stórir hóp­ar þetta eru,“ seg­ir Inga Rut og bend­ir á að til að mynda í nokkrum þeirra voru um 2.000 aðilar. Hins veg­ar er hluti þeirra í mörgum hóp­um, einkum selj­end­ur. Inga Rut notaði gerviaðgang til að kom­ast inn eins og lang­flest­ir aðilanna gera. Nöfn hóp­anna eru fjöl­breytt og vísa ým­ist í er­lend­ar stór­borg­ir, ís­lensk­ar og er­lend­ar kvik­mynd­ir, dæg­ur­mál, eða beint til fíkni­efna eða fíkni­efna­notk­un­ar. 

Virkn­in í hóp­un­um var mik­il og gjarn­an eru sett­ar inn færsl­ur á tíu mín­útna fresti. Selj­end­ur voru þar í aðal­hlut­verki; að bjóða efnið sitt til sölu með aug­lýs­ing­um og virt­ist markaðssetn­ing­in vega þar þungt. Al­gengt var að fíkni­efna­sal­ar gæfu beint upp síma­núm­er sín. Á þessu tímabili sem hún skoðaði hópana fjölgaði félögum í þeim öllum um um það bil 50 til 200 manns. 

Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi.
Nokkuð auðvelt aðgengi er að læknadópi á Íslandi. mbl.is/Golli

Inga Rut náði fjór­um viðtöl­um við félaga hóp­anna, tvo kaup­end­ur og tvo fíkni­efna­sala. Hún sendi á 83 aðganga að Face­book beiðni um viðtal og fékk svör frá ell­efu þeirra en fjór­ir veittu viðtal. Fólkið var á aldr­in­um 21 til 35 ára og veitti viðtal ým­ist í gegn­um spjallið á Face­book eða gegn­um Face­book-sím­ann.

Fíkniefnasalar ekki sérlega varir um sig

Ann­ar fíkni­efna­sal­inn var heild­sali og var eldri, sá var mun var­ari um sig enn sá yngri. „Hann var reynslu­meiri og notaði dul­kóðuð sam­skipti,“ seg­ir Inga Rut. Hann notaði smá­for­ritið Wickr þegar hann seldi nýj­um kúnn­um en með því for­riti er ekki hægt að rekja IP-tölv­u­núm­er. Þegar hann hafði átt í reglu­leg­um sam­skipt­um við kaupendur fengu þeir síma­núm­er hans. 

Inga Rut bend­ir á að lík­lega hafi verið meira und­ir hjá hon­um því hann var heild­sali en hinn smá­sali. Yngri sal­inn gaf upp síma­núm­erið sitt og átti í ódul­kóðuðum sam­skipt­um við kaup­end­ur sína. Hvorugur hafði mikl­ar áhyggj­ur af því að lög­regl­an fylgd­ist með þeim en heild­sal­inn var meira meðvitaður um að slíkt gæti gerst, að sögn Ingu Rut­ar. Þetta viðhorf kom henni tals­vert á óvart.

Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.
Kannabis boðið til sölu á samfélagsmiðlum.

Þess má geta að í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sem var birt 25. októ­ber 2017, er lögð áhersla á að rann­sókn­ir á sölu og dreif­ingu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum byggi að mestu leyti á frum­kvæði lög­reglu. Í henni kem­ur einnig fram að lög­regl­an hafi samt sem áður ekki næg­an mannafla til að sinna þess­um mála­flokki.

Í ág­úst 2016 hand­tók lög­regl­an 20 manns og lokaði 80 sölusíðum á Face­book þar sem sala fíkni­efna fór fram.

Fjölbreyttur hópur neytenda

Kaup­end­urn­ir tveir sem hún ræddi við voru ekki hrædd­ir við lög­reglu þrátt fyr­ir að þeir hafi gert sér grein fyr­ir því að þeir stunduðu ólög­legt at­hæfi með því að kaupa og neyta fíkn­i­nefna. Kaup­end­urn­ir sjálf­ir voru ekki oft sýni­leg­ir á sam­fé­lags­miðlum held­ur fylgd­ust vel með, náðu í síma­núm­er og sam­skipta­leiðir við fíkni­efna­sala.  

„Þegar þú ert bú­inn að gera þetta nógu oft finnst þér þú ekki vera að taka neina áhættu. Ég skynjaði það frá öll­um nema heild­sal­an­um,“ seg­ir Inga Rut.

Neysluskammtur af kókaíni.
Neysluskammtur af kókaíni. AFP

Kaup­end­ur fíkni­efna eru fjöl­breytt­ur hóp­ur: ung­ir, gaml­ir, þekkt­ir og óþekkt­ir, að sögn viðmæl­enda Ingu Rut­ar. „Þetta er allt venju­legt fólk sem er þarna inni sem not­ar efn­in t.d. um helg­ar, annað slagið, eða við verkj­um eins og ann­ar kaup­and­inn því ekk­ert annað gat hjálpað,“ seg­ir Inga Rut og tek­ur fram að all­ir viðmæl­end­urn­ir hafi verið opn­ir, hrein­skiln­ir og gefið henni meiri upp­lýs­ing­ar en hún óskaði eft­ir.   

Inga Rut bend­ir á að þar sem aðgengi inn í hóp­ana er nokkuð auðvelt eigi ung­ling­ar og ung­menni greiðan aðgang þangað inn. Hún velt­ir því fyr­ir sér hvort auðvelt aðgengi efn­anna og fram­setn­ing þeirra ýti und­ir að ungu fólki finn­ist þetta eðli­legt og freist­ist frek­ar til að prófa þau þar sem ríkj­andi viðhorf inn­an hóp­anna er að það sé eðli­legt að nota þau. „Mér var til dæm­is farið að finn­ast gam­an að fylgj­ast með þessu,“ seg­ir Inga Rut sem seg­ir brýnt að rann­saka þetta enn frek­ar.   

„Eng­in neyt­enda­vernd“

Eins og fyrr seg­ir er verk­efnið hluti af nor­rænu sam­starfs­verk­efni sem Dan­ir eiga frum­kvæði að. Í lok fe­brú­ar fara Inga Rut og Helgi á ráðstefnu í Kaup­manna­höfn til að kynna niður­stöðurn­ar og halda áfram með verk­efnið. Helgi bend­ir á að Dan­ir séu komn­ir lengst í að rann­saka fíkni­efna­söl­una á sam­skiptamiðlun­um. „Hóp­arn­ir í Dan­mörku eru mun opn­ari og auðveld­ara er að kom­ast inn í þá. Þar er einnig umræðan um að lög­leiða fíkni­efni kom­in lengst,“ seg­ir Helgi.

Í þessu sam­hengi bend­ir hann á að sala á fíkni­efn­um verði að kom­ast upp á yf­ir­borðið. „Þetta er líf­leg­ur sölu­markaður án eft­ir­lits og al­gjör frum­skóg­ur. Það er eng­in neyt­enda­vernd í þessu og fólk veit ekk­ert hvað er í þess­um efn­um sem það er að kaupa. Þú get­ur eng­um treyst,“ seg­ir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands.

Það kom hon­um á óvart hversu mikið fram­boð er af hinum ýmsu fíkni­efn­um á sam­skiptamiðlum og hversu stór markaður­inn er. Hins veg­ar hafi hann haft ákveðnar hug­mynd­ir og talið söl­una á net­inu fara meira fram í tengsl­um við kanna­bis.

„Ég hef reynd­ar gert mér það að leik í fjöl­mennu nám­skeiði sem ég held að spyrja yfir hóp­inn hversu marg­ir gætu út­vegað eit­ur­lyf fyr­ir næsta partí eft­ir nokkra daga. Und­an­tekn­ing­ar­laust seg­ist ríf­lega helm­ing­ur­inn geta gert það,“ seg­ir Helgi. Hann seg­ir þetta gefa vís­bend­ingu um hversu auðvelt aðgengið sé í raun og veru.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

21:15 Björgunarsveitir á suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:32 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Canon EOS námskeið fyrir byrjendur.
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. 3j...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...