Pólitískt val að halda fólki í fátækt

Skerðing - Ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna! sem Öryrkjabandalagið gaf ...
Skerðing - Ömurlegt spil fyrir alla fjölskylduna! sem Öryrkjabandalagið gaf út og færði öllum alþingismönnum í jólagjöf.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir víða pott brotinn varðandi mál örorkulífeyrisþega. „Má þar nefna bílamál, hjálpartæki, lyfjakostnað, lækniskostnað, húsnæðiskostnað, aðgengismál, atvinnumál, NPA, sálfræðiþjónustu – sem stendur að vísu til bóta – og svo má ekki gleyma að fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem veikjast eða fatlast vegna slyss þurfa að fá aðstoð og utanumhald til þess að þau brenni ekki upp í umönnunarhlutverki eða vegna mjög breyttra aðstæðna innan fjölskyldunnar.“

Alls eru um 30.000 manns í 41 aðildarfélagi ÖBÍ. „Á okkur sem erum í forsvari fyrir öll þessi félög standa mörg spjót þessa dagana og hefur baráttan síðustu mánuði helst snúist um NPA – notendastýrða persónulega aðstoð; að NPA verði lögfest sem eitt af helstu þjónustuformum fyrir fatlað fólk,“ segir formaðurinn.

80 þúsund krónur á mánuði

Kjör örorkulífeyrisþega eru stærsta áhyggjuefni ÖBÍ nú og hafa verið lengi. „Það má segja að það sé endurtekið efni ár eftir ár að við berjumst við að ná fram kjarabót fyrir þennan samfélagshóp. Við erum að sjá fólk sem kemur til okkar hafa í heildartekjur 80.000 kr. á mánuði, stór hópur örorkulífeyrisþega hefur undir 200.000 kr. á mánuði fyrir skatt og einhver hópur nær yfir 200.000 kr. Það eru hinsvegar ekki nema tæp 29% sem fá 300.000 kr. á mánuði og til þess að ná þeirri upphæð þarf það að búa eitt, hafa þinglýstan leigusamning eða búa í eigin húsnæði og fá heimilisuppbót. Ríflega 70% örorkulífeyrisþegar fá ekki þessa upphæð. Við náðum fram þessum 300.000 kr. milli jóla og nýárs, en það olli okkur verulegum vonbrigðum að þessi upphæð, sem miðast við lágmarkslaun, skyldi ekki ná til allra örorkulífeyrisþega. Og það er alveg ljóst að 300.000 kr. fyrir skatt duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag,“ segir Þuríður.

„Það er með þessi mál sem við göngum til samtalsins við stjórnvöld. Það er jákvætt að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boði til samtals og samráðs um almannatryggingarnar og aðbúnað okkar fólks.

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur líka talað mjög skýrt og boðað byltingu í málefnum fatlaðs fólks. Þessu fögnum við og munum ekki liggja á liði okkar í því samráði og samvinnu sem framundan er. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er traustur grunnur til að byggja á. Fyrir því höfum við lengi barist. Afdráttarlaus yfirlýsing ráðherra um að þessi réttindi verði framvegis virt í orði og verki er því sérstaklega gleðileg.

Og við sitjum ekkert með hendur í skauti. Við höfum boðið þingflokkunum á Alþingi til okkar til samtals og samráðs. Við höfum nú þegar hitt þingmenn tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Pírata, til að ræða um okkar brýnustu og mikilvægustu mál og skýrt fyrir þeim hvað er í húfi fyrir okkar fólk. Og það er gaman að segja frá því að við höfum fundið skýran vilja til þess að gera miklu betur í þessum málum en hingað til.“

Þuríður segir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks mjög mikilvægan fyrir fatlaða en margir skilji ekki út á hvað hann gengur.

Nánar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Hari

Innlent »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

Í gær, 23:31 Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

Strætó og Tólfan í samstarf

Í gær, 23:04 Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Meira »

Vilja ekki vera í sumarfríi

Í gær, 22:25 „Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Meira »

Veittu enga lögfræðiráðgjöf

Í gær, 21:48 HS orka veitti enga lögfræðiráðgjöf við oddvita og hreppsnefnd Árneshrepps um málefni Hvalárvirkjunar. Að mati fyrirtækisins hefur hið andstæða komið fram í fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en tölvupóstar sem staðfesta þetta að mati fyrirtækisins voru sendir mbl.is samhliða tilkynningunni og má í heild sinni finna í viðhengi neðst í fréttinni. Meira »

„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Í gær, 21:21 Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Mjölnir og Grandi 101 Crossfit muni reyna með sér í sundpóló í góðgerðaskyni sem hluti af sundpólóleikum á laugardag. Meira »

Snýst um að lifa af

Í gær, 21:01 „Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Meira »

Fara á Barnaspítala hringsins

Í gær, 21:00 Sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters heldur sýningu í Keflavík og Reykjavík á næstunni. Björgvin Rúnarsson, umboðsmaður liðsins, fór yfir aðdraganda þess og sagði hlustendum K100 frá liðinu og dagskrá þess hér á landi. Meira »

„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Í gær, 20:51 „Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meira »

Flotið um í þyngdarleysi á Hlemmi

Í gær, 20:45 Á Rauðarárstígnum rétt hjá Hlemmi Mathöll er nú hægt að upplifa að fljóta í þyngdarleysi í sérstökum flottönkum. Slíkir tankar hafa meðal annars verið notaðir af NASA og af bandaríska hernum til að rannsaka mannshugann. Meira »

Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Dalshrauni í Hafnarfirði var nýverið opnaður bjartur og fallegur nytjamarkaður á vegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg antíkhúsgögn. Meira »

Fjórfalt fleiri ábendingar til Þjóðskrár

Í gær, 20:19 Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Þjóðskrá Íslands hefur stofnunin til skoðunar lögheimilisskráningu fjögurra frambjóðenda. Ábendingum vegna rangrar skráningar lögheimilis fyrir maímánuð hefur til þessa fjölgað um 464% milli ára. Meira »

Keyrði undir áhrifum inn á skólalóð

Í gær, 20:11 Karlmaður á fertugsaldri hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Maðurinn var handtekinn 1. júlí árið 2016 eftir eftirför lögreglu, en hann hafði þá m.a. ekið bifreið sinni undir áhrifum ávana- og fíkniefna inn á skólalóð Hofsstaðaskóla. Meira »

Menning sem lítur á lyf sem lausn

Í gær, 19:16 Starfshópur, sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja, skilaði heilbrigðisráðherra í dag skýrslu með tillögum sínum. Fjallað er í skýrslunni um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem víða er vaxandi vandamál. Meira »

Borgarbúar munu kjósa um borgarlínu

Í gær, 19:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn meðal annars snúast um borgarlínu. Hann er opinn fyrir hugmynd um fluglest. Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, segir húsnæðisvanda eiga þátt í að samkeppnishæfni borgarinnar hafi minnkað. Meira »

Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður

Í gær, 18:48 Stefán Hilmarsson tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Stefán, sem er fæddur 1966, hefur starfað við tónlist meira eða minna frá tvítugsaldri. Meira »

Í framboði í Reykjavík búsett í Garðabæ

Í gær, 18:45 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, staðfestir við mbl.is að hún hafi fært lögheimili sitt úr Garðabæ til Reykjavíkur, þrátt fyrir að halda búsetu sinni óbreyttri í Garðabæ. Meira »

„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Í gær, 18:44 Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga. Meira »

Stærsta skemmtiferðaskip á Íslandi

Í gær, 18:32 Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. Meira »

Fangelsi fyrir að nauðga vinkonu

Í gær, 18:23 Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga vinkonu sinni og til þess að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til þess að greiða tæplega 2,5 milljónir króna í málskostnað. Meira »
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Páll Ólafsson 1-2, 1899-1900. Snorraedda 1975 Þ.J. Sögur og kvæði...
 
Fatagönnuður
Sérfræðistörf
Fatahönnuður Vegna aukinna umsvifa lei...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...