Saga ársins 1918 á Twitter

Á dögunum birtust Twitter skilaboð frá ungri dömu í Suðursveit, Gyðu Fanneyju Guðjónsdóttur, sem sagðist ætla að fylgja eftir metnaðarfullu og klikkuðu verkefni í vetur. Það að skrásetja ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. @Frostaveturinn2 verður örblogg sem fylgir tímamótaárinu 1918.

@Frostaveturinn2

„Hæ krakkar, ég er að manna metnaðarfullt og klikkað verkefni. Ætla að fylgja sögu ársins 1918 á twitter viku fyrir viku allt árið 2018. Ár frosta, fjöldagrafa og fullveldis. Janúar byrjar með látum á vetri sem entist í mánuð en nefndi heilt ár. Sjáum hvað setur. @Frostaveturinn2.“  

Gyða Fanney Guðjónsdóttir og Kátur hér saman í Suðursveit.
Gyða Fanney Guðjónsdóttir og Kátur hér saman í Suðursveit. Mynd/ Úr einkasafni

Svona hljómaði kveðja Twitters notandans „gamlaa“, sem heitir í raun Gyða Fanney Guðjónsdóttir. Hún vildi finna nýstárlega leið til að skrá Íslandssöguna og henni fannst Twitter þægilegur miðill til þess. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og það fjölgaði ört í fylgjendahópnum og 900 bættust við á örskotstundu.

Vetur sem entist í mánuð en nefndi heilt ár

Hún segir í viðtali við Magasínið á K100 að það hafi svo margt heillað varðandi árið 1918 og nú séu liðin 100 ár og því sérlega áhugavert að kynna sér árið í heild. Þrátt fyrir að talað sé um frostaveturinn mikla, þá hafi frostharkan þann veturinn eingöngu átt við upphaf þess árs, eða janúarmánuð. Annað sé ekki síður merkilegt. 

Hér má fylgast með skrifum Gyðu Fanneyjar

Að neðan má hlusta á viðtalið í heild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert