Það helsta í liðinni viku

Líflegar umræður sköpuðust í Magasíninu með þeim Einari Bárðarsyni og …
Líflegar umræður sköpuðust í Magasíninu með þeim Einari Bárðarsyni og Ragnheiði Elínu Árnadóttur er þau fóru yfir fréttir vikunnar. Mynd/Magasínið

Það besta, í það minnsta það skemmtilegasta og áhugaverðasta, úr liðinni viku var rætt síðdegis í Magasíninu með Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Einari Bárðarsyni.

Að sjálfsögðu á þeirra forsendum og því var mikið hlegið og gert grín, meðal annars að misvísandi fyrirsögn í tengslum við sundlaugina í Keflavík og baráttu Ragnheiðar fyrir því að húsið fái að halda sér.

Einnig var komið inn á vatnsmálið í vikunni, sem metið var sem stormur í vatnsglasi, EM karla í handbolta, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borginni og fleira. 

Viðtalið í heild má nálgast hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert