Vilja geta takmarkað umferð

Flugeldasprengingar orsökuðu mengun í Reykjavík á gamlárskvöld. Heilbrigðisnefnd vill takmarka …
Flugeldasprengingar orsökuðu mengun í Reykjavík á gamlárskvöld. Heilbrigðisnefnd vill takmarka neikvæð áhrif þeirra á loftgæði. mbl.is/Hari

„Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Við berum mikla ábyrgð,“ segir Sabine Leskopf, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

Á síðasta fundi heilbrigðisnefndar létu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna bóka ítrekun fyrri ábendingar um að lögfesta bæri heimildir fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga til að grípa til tímabundinna ráðstafana þegar líklegt sé að ástand loftgæða fari yfir heilsuverndarmörk eða sé heilsuspillandi.

„Þetta getur til dæmis falið í sér að banna umferð stórra vörubíla eða bíla á nagladekkjum á ákveðnum dögum þegar nauðsyn er talin á,“ segir Sabine. Í téðri bókun segir jafnframt að auka þurfi heimildir og auðvelda boðleiðir til að fyrirskipa hreinsun gatna og rykbindingu.

Þá er líka mælst til þess að takmarka frekar notkun flugelda sem innihalda mikið magn af þungmálmum og veita heimild til að takmarka almennt notkun á flugeldum þegar aðstæður benda til þess að heilsufarsleg hætta geti skapast af þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert