Búið af aflétta óvissustigi

Siglufjörður.
Siglufjörður. mats.is

Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg. 

Spáð er hvassviðri suðaustanlands og hviðum allt að 35 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum við Sandfell. Frá um kl. 15 til 16 og fram yfir miðnætti.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja á flestum vegum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Þungfært er á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Norður- og Austurlandi. Dettifossvegur er lokaður. Hálka eða hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni en greiðfært á nokkrum köflum. Skafrenningur er á Reynisfjalli og undir Eyjafjöllum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert