Fangageymslur fullar

mbl.is/Brynjar Gauti

Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands.

Tveir voru handteknir eftir slagsmál í Austurstræti á sjötta tímanum. Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl með áverka á höfði og baki. Vitni gátu bent á árásarmennina og gista þeir fangageymslur lögreglunnar.

Um þrjú í nótt var tilkynnt um líkamsárás á Laugavegi. Sá sem varð fyrir árásinni hafði misst meðvitund en var að ranka við sér þegar lögreglan kom. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Gerandinn fannst ekki.

Tilkynnt var um húsbrot og rúðubrot í miðbænum um hálfsex í morgun. Húsráðandi vaknaði við lætin en gerendur, maður og kona, létu sig fljótlega hverfa. Vitað er hver þau eru.

Lögreglu bárust upplýsingar um kannabisræktun í kjallaraíbúð. Um var að ræða nokkra tugi plantna og verður húsráðandi boðaður síðar í skýrslutöku.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert