Óveður á leiðinni

Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna veðurs síðar ...
Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna veðurs síðar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands á vef Veðurstofunnar.

„Nú er 967 mb lægð stödd 700 km SV af Reykjanesi. Hún þokast nær landi þegar kemur fram á daginn og síðdegis er gert ráð fyrir austan 20-25 m/s syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli ásamt dálítilli slyddu eða snjókomu. Þarna er því útlit fyrir slæmt ferðaveður. 
Annars staðar á landinu eru veðurhorfur í dag betri og úrkoma verður lítil eða engin. Það hlýnar upp fyrir frostmark sunnanlands, en áfram bítur frost í kinnar fyrir norðan. 

Við Nýfundnaland er nú vaxandi lægð sem er á norðausturleið og á morgun sameinast hún fyrrnefndu lægðinni og saman mynda þær lægð morgundagsins. Það hvessir því víðar á landinu á morgun. Í stuttu máli sagt er þá útlit fyrir austan hvassviðri eða storm á suðurhelmingi landsins ásamt og rigningu, slyddu eða snjókomu og það hvessir einnig með úrkomu norðanlands annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurstofan varar við því að síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi.  Í Mýrdal fer að snjóa um níuleytið en hlánar síðan. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi og slær í 35-40 m/s í hviðum frá um kl. 17.00. Hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell verða hviður frá kl. 15.00.    

„Veður­stof­an hef­ur gefið út gula viðvör­un í dag á Suður­landi og Suðvest­ur­landi. Gert er ráð fyr­ir staðbundnu óveðri með aust­an 23-28 m/​s meðal­vindi und­ir Eyja­fjöll­um, sunn­an Mýr­dals­jök­uls og að Öræf­um. Þá er gert ráð fyr­ir snjó­komu eða slyddu með köfl­um og mjög erfiðum akst­urs­skil­yrðum. Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna þessa. Tímabilið sem um ræðir er frá kl. 15:00 í dag 21. janúar fram til kl. 20:00 á mánudeginum 22. janúar,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Það er hálka, snjóþekja og þæfingsfærð á vegum í Norðurlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Dettifossvegur er lokaður.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en þæfingsfærð er á Fróðárheiði og þungfært á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru með suðausturströndinni en greiðfært víða.

Veðurspá fyrir næstu daga

Vaxandi austanátt, 10-15 m/s síðdegis, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Hæg breytileg átt um landið NA-vert. Dálítil snjókoma eða slydda suðaustanlands, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hlýnar upp fyrir frostmark víða á sunnanverðu landinu, en frost 2 til 12 stig fyrir norðan.
Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning, slydda eða snjókoma, hvessir einnig með úrkomu norðanlands undir kvöld.

Á mánudag:

Austan 13-20 m/s, en 20-25 syðst á landinu. Snjókoma með köflum og síðar rigning eða slydda og hiti 0 til 4 stig. Dálítil él norðan til á landinu, líkur á skafrenningi og vægt frost. 

Á þriðjudag:
Austan 13-20, en mun hægari vindur sunnan til á landinu. Snjókoma eða slydda, talsverð úrkoma austanlands. Norðaustlægari um kvöldið og þá þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark. 

Á miðvikudag:
Hvöss norðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki. 

Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað, en dálítil él norðanlands. Kólnandi veður. 

Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustan- og austanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu sunnanlands, en bjartviðri norðan til á landinu. 

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, úrkoma víða um land og hiti kringum frostmark.

mbl.is

Innlent »

Óánægja með veiðar í dragnót

05:30 „Þeir voru að veiða nálægt landi innarlega á firðinum og ég hef fengið símtöl út af þessu frá sjómönnum og öðrum bæjarbúum sem fannst bátarnir vera komnir fullnálægt.“ Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »
Max
...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...