Óveður á leiðinni

Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna veðurs síðar ...
Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna veðurs síðar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands á vef Veðurstofunnar.

„Nú er 967 mb lægð stödd 700 km SV af Reykjanesi. Hún þokast nær landi þegar kemur fram á daginn og síðdegis er gert ráð fyrir austan 20-25 m/s syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli ásamt dálítilli slyddu eða snjókomu. Þarna er því útlit fyrir slæmt ferðaveður. 
Annars staðar á landinu eru veðurhorfur í dag betri og úrkoma verður lítil eða engin. Það hlýnar upp fyrir frostmark sunnanlands, en áfram bítur frost í kinnar fyrir norðan. 

Við Nýfundnaland er nú vaxandi lægð sem er á norðausturleið og á morgun sameinast hún fyrrnefndu lægðinni og saman mynda þær lægð morgundagsins. Það hvessir því víðar á landinu á morgun. Í stuttu máli sagt er þá útlit fyrir austan hvassviðri eða storm á suðurhelmingi landsins ásamt og rigningu, slyddu eða snjókomu og það hvessir einnig með úrkomu norðanlands annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurstofan varar við því að síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi.  Í Mýrdal fer að snjóa um níuleytið en hlánar síðan. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi og slær í 35-40 m/s í hviðum frá um kl. 17.00. Hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell verða hviður frá kl. 15.00.    

„Veður­stof­an hef­ur gefið út gula viðvör­un í dag á Suður­landi og Suðvest­ur­landi. Gert er ráð fyr­ir staðbundnu óveðri með aust­an 23-28 m/​s meðal­vindi und­ir Eyja­fjöll­um, sunn­an Mýr­dals­jök­uls og að Öræf­um. Þá er gert ráð fyr­ir snjó­komu eða slyddu með köfl­um og mjög erfiðum akst­urs­skil­yrðum. Jafnvel má búast við lokunum á vegum vegna þessa. Tímabilið sem um ræðir er frá kl. 15:00 í dag 21. janúar fram til kl. 20:00 á mánudeginum 22. janúar,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Það er hálka, snjóþekja og þæfingsfærð á vegum í Norðurlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Dettifossvegur er lokaður.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en þæfingsfærð er á Fróðárheiði og þungfært á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru með suðausturströndinni en greiðfært víða.

Veðurspá fyrir næstu daga

Vaxandi austanátt, 10-15 m/s síðdegis, en 20-25 syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Hæg breytileg átt um landið NA-vert. Dálítil snjókoma eða slydda suðaustanlands, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hlýnar upp fyrir frostmark víða á sunnanverðu landinu, en frost 2 til 12 stig fyrir norðan.
Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelmingi landsins á morgun og rigning, slydda eða snjókoma, hvessir einnig með úrkomu norðanlands undir kvöld.

Á mánudag:

Austan 13-20 m/s, en 20-25 syðst á landinu. Snjókoma með köflum og síðar rigning eða slydda og hiti 0 til 4 stig. Dálítil él norðan til á landinu, líkur á skafrenningi og vægt frost. 

Á þriðjudag:
Austan 13-20, en mun hægari vindur sunnan til á landinu. Snjókoma eða slydda, talsverð úrkoma austanlands. Norðaustlægari um kvöldið og þá þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark. 

Á miðvikudag:
Hvöss norðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki. 

Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað, en dálítil él norðanlands. Kólnandi veður. 

Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustan- og austanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu sunnanlands, en bjartviðri norðan til á landinu. 

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, úrkoma víða um land og hiti kringum frostmark.

mbl.is

Innlent »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjavegar.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurrt víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...