Slær í 35-40 m/s í hviðum

Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar.

Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja á flestum vegum eitthvað um éljagangur og skafrenning. Þungfært er á Ennishálsi og frá Drangsnesi og yfir í Bjarnarfjörð.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi. Dettifossvegur er lokaður. Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka eða hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni en greiðfært á nokkrum köflum. Skafrenningur er á Reynisfjalli og undir Eyjafjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert