„Ætlum að hætta að vera dicks“

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun þar sem metoo-byltingin var til umræðu.

Salvör ræddi óskrifaðar reglur í samskiptum en hún sagði að undirstaðan í samskiptareglum væri virðing fyrir næsta manni. Minntist hún sérstaklega á frásagnir íþróttakvenna og sagði þær koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafi verið leiðir fyrir ungar stúlkur til að segja sínar sögur.

„Hafi þær sagt frá þá hefur það verið þaggað niður,“ sagði Salvör. „Einnig er merki margra reynslusagna að konurnar eigi að vera ánægðar, til að mynda með að þær hafi misst kíló,“ bætti Salvör við. Ein reynslusaga íþróttakonu sneri að því að þjálfari sagði að nauðgun hefði gert henni gott, því hún hefði í framhaldinu misst nokkur kíló.

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum.
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum. mbl.is/Árni Sæberg

Hún sagði að stundum færu ofbeldismál alla leið í gegnum dómskerfið en þolandinn væri samt sem áður dæmdur og fengi ekki samfélagslegan stuðning. Tók Salvör dæmi af Emblu Kristínardóttur, sem sagði sína sögu í síðustu viku. Henni var nauðgað, maðurinn dæmdur en hún fékk samfélagið á móti sér.

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta. Öll félagasamtök þurfa að fylgja í kjölfarið,“ sagði Salvör.

Ótti meðal karla

„Í öllum sögunum er sami rauði þráðurinn og það er auðvelt að fyllast ógeði yfir því sem dunið hefur yfir konur,“ sagði Gestur Pálmason markþjálfi. Hann fjallaði um sjónarhorn karla sem vilja axla ábyrgð.

Gestur og séra Vigfús Bjarni Albertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil þar sem karlar eru hvattir til að hlusta á konur í tengslum við metoo.

Hann sagði að karlar þyrftu að hugsa hvar þeirra ábyrgð lægi til breytinga. „Við erum ekki að leita að stereótýpískum körlum, við ætlum bara að hætta að vera dicks,“ sagði Gestur.

Hann bætti við að ótti væri meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal. „Hvernig taka konur okkur þegar við tökum þátt?“

Þarf að uppfæra kynjakerfið í útgáfu 2018

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, sagðist í aðra röndina vera ánægð með umræðuna en einnig væri hún gáttuð á því hvað hefði gengið á í samfélaginu.

„Það er búið að fletta ofan af þessu daunilla sári. Við höfum öskrað, hvíslað og grátið. Bragabót hefur verið lofað. Ætlum við að standa við það, eru konur hættar að þegja og ætla karlar að standa við sitt?“ sagði Katrín.

Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur ...
Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að fást við aldagamla ómenningu, kynjakerfið. Það er svo rótgróið að við tökum ekki eftir því fyrr en við erum hrist til og vakin af svefni,“ sagði Katrín og bætti við að það væri mikil áskorun að uppfæra kynjakerfið úr útgáfu 874 í útgáfu 2018.

„Metoo-byltingunni er ekki lokið og það þarf að passa upp á að henni ljúki ekki.“

Þolandi vill oft þjónusta geranda

Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur sagði að þegar fólk yrði fyrir ofbeldi væri eins og mörk þess færu í sundur og rofnuðu. Í framhaldi af því eiga sér alvarlegir hlutir stað og þeir gerast hratt.

„Það er mikilvægt að fá jákvæða úrlausn áfalla frá því að mörkin fara í sundur áður en allt fer í rugl,“ sagði Valdís.

Hún sagði mikilvægt að benda á það að fólk sem verður fyrir því að mörkin rofni þjáist af minnisleysi. „Því getur fólk ekki lýst atburðum nákvæmlega strax. Það er því mikilvægt að fá tíma og ekki vera dregin í efa þó við getum ekki sagt allt strax. Það er alvarlegt í umræðunni að það er beðið um nákvæmar lýsingar á því sem gerðist en við verðum að sýna manneskju sem verður fyrir rofi skilning,“ sagði Valdís.

Hún sagði að þegar gerandi fær yfir mörk yrði til samband geranda/þolanda. Þá vilji þolandi eiginlega þjónusta manneskjuna sem hafi farið yfir mörkin. „Manni líður eins og hún hafi tekið yfir og maður vill samþykkja hana. Gerandi planar allt sem hann gerir en þolandi er stjórnlaus.“

mbl.is

Innlent »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman í hafnargarðinum við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...