„Ætlum að hætta að vera dicks“

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun þar sem metoo-byltingin var til umræðu.

Salvör ræddi óskrifaðar reglur í samskiptum en hún sagði að undirstaðan í samskiptareglum væri virðing fyrir næsta manni. Minntist hún sérstaklega á frásagnir íþróttakvenna og sagði þær koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafi verið leiðir fyrir ungar stúlkur til að segja sínar sögur.

„Hafi þær sagt frá þá hefur það verið þaggað niður,“ sagði Salvör. „Einnig er merki margra reynslusagna að konurnar eigi að vera ánægðar, til að mynda með að þær hafi misst kíló,“ bætti Salvör við. Ein reynslusaga íþróttakonu sneri að því að þjálfari sagði að nauðgun hefði gert henni gott, því hún hefði í framhaldinu misst nokkur kíló.

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum.
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum. mbl.is/Árni Sæberg

Hún sagði að stundum færu ofbeldismál alla leið í gegnum dómskerfið en þolandinn væri samt sem áður dæmdur og fengi ekki samfélagslegan stuðning. Tók Salvör dæmi af Emblu Kristínardóttur, sem sagði sína sögu í síðustu viku. Henni var nauðgað, maðurinn dæmdur en hún fékk samfélagið á móti sér.

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta. Öll félagasamtök þurfa að fylgja í kjölfarið,“ sagði Salvör.

Ótti meðal karla

„Í öllum sögunum er sami rauði þráðurinn og það er auðvelt að fyllast ógeði yfir því sem dunið hefur yfir konur,“ sagði Gestur Pálmason markþjálfi. Hann fjallaði um sjónarhorn karla sem vilja axla ábyrgð.

Gestur og séra Vigfús Bjarni Albertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil þar sem karlar eru hvattir til að hlusta á konur í tengslum við metoo.

Hann sagði að karlar þyrftu að hugsa hvar þeirra ábyrgð lægi til breytinga. „Við erum ekki að leita að stereótýpískum körlum, við ætlum bara að hætta að vera dicks,“ sagði Gestur.

Hann bætti við að ótti væri meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal. „Hvernig taka konur okkur þegar við tökum þátt?“

Þarf að uppfæra kynjakerfið í útgáfu 2018

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, sagðist í aðra röndina vera ánægð með umræðuna en einnig væri hún gáttuð á því hvað hefði gengið á í samfélaginu.

„Það er búið að fletta ofan af þessu daunilla sári. Við höfum öskrað, hvíslað og grátið. Bragabót hefur verið lofað. Ætlum við að standa við það, eru konur hættar að þegja og ætla karlar að standa við sitt?“ sagði Katrín.

Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur ...
Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að fást við aldagamla ómenningu, kynjakerfið. Það er svo rótgróið að við tökum ekki eftir því fyrr en við erum hrist til og vakin af svefni,“ sagði Katrín og bætti við að það væri mikil áskorun að uppfæra kynjakerfið úr útgáfu 874 í útgáfu 2018.

„Metoo-byltingunni er ekki lokið og það þarf að passa upp á að henni ljúki ekki.“

Þolandi vill oft þjónusta geranda

Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur sagði að þegar fólk yrði fyrir ofbeldi væri eins og mörk þess færu í sundur og rofnuðu. Í framhaldi af því eiga sér alvarlegir hlutir stað og þeir gerast hratt.

„Það er mikilvægt að fá jákvæða úrlausn áfalla frá því að mörkin fara í sundur áður en allt fer í rugl,“ sagði Valdís.

Hún sagði mikilvægt að benda á það að fólk sem verður fyrir því að mörkin rofni þjáist af minnisleysi. „Því getur fólk ekki lýst atburðum nákvæmlega strax. Það er því mikilvægt að fá tíma og ekki vera dregin í efa þó við getum ekki sagt allt strax. Það er alvarlegt í umræðunni að það er beðið um nákvæmar lýsingar á því sem gerðist en við verðum að sýna manneskju sem verður fyrir rofi skilning,“ sagði Valdís.

Hún sagði að þegar gerandi fær yfir mörk yrði til samband geranda/þolanda. Þá vilji þolandi eiginlega þjónusta manneskjuna sem hafi farið yfir mörkin. „Manni líður eins og hún hafi tekið yfir og maður vill samþykkja hana. Gerandi planar allt sem hann gerir en þolandi er stjórnlaus.“

mbl.is

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...