„Ætlum að hætta að vera dicks“

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun þar sem metoo-byltingin var til umræðu.

Salvör ræddi óskrifaðar reglur í samskiptum en hún sagði að undirstaðan í samskiptareglum væri virðing fyrir næsta manni. Minntist hún sérstaklega á frásagnir íþróttakvenna og sagði þær koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafi verið leiðir fyrir ungar stúlkur til að segja sínar sögur.

„Hafi þær sagt frá þá hefur það verið þaggað niður,“ sagði Salvör. „Einnig er merki margra reynslusagna að konurnar eigi að vera ánægðar, til að mynda með að þær hafi misst kíló,“ bætti Salvör við. Ein reynslusaga íþróttakonu sneri að því að þjálfari sagði að nauðgun hefði gert henni gott, því hún hefði í framhaldinu misst nokkur kíló.

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum.
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum. mbl.is/Árni Sæberg

Hún sagði að stundum færu ofbeldismál alla leið í gegnum dómskerfið en þolandinn væri samt sem áður dæmdur og fengi ekki samfélagslegan stuðning. Tók Salvör dæmi af Emblu Kristínardóttur, sem sagði sína sögu í síðustu viku. Henni var nauðgað, maðurinn dæmdur en hún fékk samfélagið á móti sér.

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta. Öll félagasamtök þurfa að fylgja í kjölfarið,“ sagði Salvör.

Ótti meðal karla

„Í öllum sögunum er sami rauði þráðurinn og það er auðvelt að fyllast ógeði yfir því sem dunið hefur yfir konur,“ sagði Gestur Pálmason markþjálfi. Hann fjallaði um sjónarhorn karla sem vilja axla ábyrgð.

Gestur og séra Vigfús Bjarni Albertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil þar sem karlar eru hvattir til að hlusta á konur í tengslum við metoo.

Hann sagði að karlar þyrftu að hugsa hvar þeirra ábyrgð lægi til breytinga. „Við erum ekki að leita að stereótýpískum körlum, við ætlum bara að hætta að vera dicks,“ sagði Gestur.

Hann bætti við að ótti væri meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal. „Hvernig taka konur okkur þegar við tökum þátt?“

Þarf að uppfæra kynjakerfið í útgáfu 2018

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, sagðist í aðra röndina vera ánægð með umræðuna en einnig væri hún gáttuð á því hvað hefði gengið á í samfélaginu.

„Það er búið að fletta ofan af þessu daunilla sári. Við höfum öskrað, hvíslað og grátið. Bragabót hefur verið lofað. Ætlum við að standa við það, eru konur hættar að þegja og ætla karlar að standa við sitt?“ sagði Katrín.

Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur ...
Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að fást við aldagamla ómenningu, kynjakerfið. Það er svo rótgróið að við tökum ekki eftir því fyrr en við erum hrist til og vakin af svefni,“ sagði Katrín og bætti við að það væri mikil áskorun að uppfæra kynjakerfið úr útgáfu 874 í útgáfu 2018.

„Metoo-byltingunni er ekki lokið og það þarf að passa upp á að henni ljúki ekki.“

Þolandi vill oft þjónusta geranda

Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur sagði að þegar fólk yrði fyrir ofbeldi væri eins og mörk þess færu í sundur og rofnuðu. Í framhaldi af því eiga sér alvarlegir hlutir stað og þeir gerast hratt.

„Það er mikilvægt að fá jákvæða úrlausn áfalla frá því að mörkin fara í sundur áður en allt fer í rugl,“ sagði Valdís.

Hún sagði mikilvægt að benda á það að fólk sem verður fyrir því að mörkin rofni þjáist af minnisleysi. „Því getur fólk ekki lýst atburðum nákvæmlega strax. Það er því mikilvægt að fá tíma og ekki vera dregin í efa þó við getum ekki sagt allt strax. Það er alvarlegt í umræðunni að það er beðið um nákvæmar lýsingar á því sem gerðist en við verðum að sýna manneskju sem verður fyrir rofi skilning,“ sagði Valdís.

Hún sagði að þegar gerandi fær yfir mörk yrði til samband geranda/þolanda. Þá vilji þolandi eiginlega þjónusta manneskjuna sem hafi farið yfir mörkin. „Manni líður eins og hún hafi tekið yfir og maður vill samþykkja hana. Gerandi planar allt sem hann gerir en þolandi er stjórnlaus.“

mbl.is

Innlent »

Nýr morgunþáttur á K100

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og seinnipartinn má búast við stormi. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...