„Ætlum að hætta að vera dicks“

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun þar sem metoo-byltingin var til umræðu.

Salvör ræddi óskrifaðar reglur í samskiptum en hún sagði að undirstaðan í samskiptareglum væri virðing fyrir næsta manni. Minntist hún sérstaklega á frásagnir íþróttakvenna og sagði þær koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafi verið leiðir fyrir ungar stúlkur til að segja sínar sögur.

„Hafi þær sagt frá þá hefur það verið þaggað niður,“ sagði Salvör. „Einnig er merki margra reynslusagna að konurnar eigi að vera ánægðar, til að mynda með að þær hafi misst kíló,“ bætti Salvör við. Ein reynslusaga íþróttakonu sneri að því að þjálfari sagði að nauðgun hefði gert henni gott, því hún hefði í framhaldinu misst nokkur kíló.

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum.
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fylgjast með umræðum. mbl.is/Árni Sæberg

Hún sagði að stundum færu ofbeldismál alla leið í gegnum dómskerfið en þolandinn væri samt sem áður dæmdur og fengi ekki samfélagslegan stuðning. Tók Salvör dæmi af Emblu Kristínardóttur, sem sagði sína sögu í síðustu viku. Henni var nauðgað, maðurinn dæmdur en hún fékk samfélagið á móti sér.

„Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta. Öll félagasamtök þurfa að fylgja í kjölfarið,“ sagði Salvör.

Ótti meðal karla

„Í öllum sögunum er sami rauði þráðurinn og það er auðvelt að fyllast ógeði yfir því sem dunið hefur yfir konur,“ sagði Gestur Pálmason markþjálfi. Hann fjallaði um sjónarhorn karla sem vilja axla ábyrgð.

Gestur og séra Vigfús Bjarni Albertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil þar sem karlar eru hvattir til að hlusta á konur í tengslum við metoo.

Hann sagði að karlar þyrftu að hugsa hvar þeirra ábyrgð lægi til breytinga. „Við erum ekki að leita að stereótýpískum körlum, við ætlum bara að hætta að vera dicks,“ sagði Gestur.

Hann bætti við að ótti væri meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal. „Hvernig taka konur okkur þegar við tökum þátt?“

Þarf að uppfæra kynjakerfið í útgáfu 2018

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, sagðist í aðra röndina vera ánægð með umræðuna en einnig væri hún gáttuð á því hvað hefði gengið á í samfélaginu.

„Það er búið að fletta ofan af þessu daunilla sári. Við höfum öskrað, hvíslað og grátið. Bragabót hefur verið lofað. Ætlum við að standa við það, eru konur hættar að þegja og ætla karlar að standa við sitt?“ sagði Katrín.

Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur ...
Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson og Guðmundur Andri Thorsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að fást við aldagamla ómenningu, kynjakerfið. Það er svo rótgróið að við tökum ekki eftir því fyrr en við erum hrist til og vakin af svefni,“ sagði Katrín og bætti við að það væri mikil áskorun að uppfæra kynjakerfið úr útgáfu 874 í útgáfu 2018.

„Metoo-byltingunni er ekki lokið og það þarf að passa upp á að henni ljúki ekki.“

Þolandi vill oft þjónusta geranda

Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur sagði að þegar fólk yrði fyrir ofbeldi væri eins og mörk þess færu í sundur og rofnuðu. Í framhaldi af því eiga sér alvarlegir hlutir stað og þeir gerast hratt.

„Það er mikilvægt að fá jákvæða úrlausn áfalla frá því að mörkin fara í sundur áður en allt fer í rugl,“ sagði Valdís.

Hún sagði mikilvægt að benda á það að fólk sem verður fyrir því að mörkin rofni þjáist af minnisleysi. „Því getur fólk ekki lýst atburðum nákvæmlega strax. Það er því mikilvægt að fá tíma og ekki vera dregin í efa þó við getum ekki sagt allt strax. Það er alvarlegt í umræðunni að það er beðið um nákvæmar lýsingar á því sem gerðist en við verðum að sýna manneskju sem verður fyrir rofi skilning,“ sagði Valdís.

Hún sagði að þegar gerandi fær yfir mörk yrði til samband geranda/þolanda. Þá vilji þolandi eiginlega þjónusta manneskjuna sem hafi farið yfir mörkin. „Manni líður eins og hún hafi tekið yfir og maður vill samþykkja hana. Gerandi planar allt sem hann gerir en þolandi er stjórnlaus.“

mbl.is

Innlent »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

Í gær, 20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar - Leigusamningar T...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...