Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

Herjólfur siglir ekki í dag vegna veðurs.
Herjólfur siglir ekki í dag vegna veðurs.

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskip, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu.

„Ferðir verða hinsvegar milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun þar sem veður mun gagna niður og mun betra verður í sjóinn,“ segir Ólafur.

Von er á að óveðrið á Suðurlandi raski samgöngum frekar en líkt og greint var frá í frétt á mbl.is fyrr í dag varar Vegagerðin við því að hringveginum verði hugsanlega lokað síðar í dag vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert