Forseti bæjarstjórnar hættir

Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans, í stól forseta bæjarstjórnar á fyrsta …
Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans, í stól forseta bæjarstjórnar á fyrsta fundi hennar á kjörtímabilinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar á Akureyri, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann lætur þar með gott heita eftir eitt kjörtímabil í bæjarstjórn og tilkynnti ákvörðunina á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segist m.a. þurfa að huga betur að heilsu sinni og setja hana í forgang.

Skilaboðin frá Matthíasi eru svohljóðandi:

„Kæru vinir. 
Eftir fjögur frábær ár í bæjarstjórn Akureyrar er niðurstaðan sú að ég mun ekki gefa kost á mér fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta hefur verið lærdómsríkt og gefandi. Ég þarf að fara huga betur að heilsu minni og setja hana í forgang. Það er mikið af góðu fólki sem hefur áhuga að vinna með okkur í komandi kosningum og það er öruggt að L-listinn kemur til með að bjóða fram. Ég mun að sjálfsögðu styðja nýtt fólk og styrkja fram yfir komandi kosningar. Takk fyrir að hafa stutt mig og aðstoðað á þessum árum. Samvinna er orðið sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég lít yfir þessi ár mín í bæjarstjórn. Með þakklæti og virðingu kæru vinir.“

L-listi fólksins var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili en hefur nú tvo bæjarfulltrúa og er í meirihluta með Framsóknarflokki og Samylkingu.

Þrír oddvitar á kosninganótt fyrir fjórum árum, eftir að þeir …
Þrír oddvitar á kosninganótt fyrir fjórum árum, eftir að þeir handsöluðu að hefja samstarf. Frá vinstri: Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, Matthías Rögnvaldsson, L-lista, Logi Már Einarsson, Samfylkingu. Guðmundur verður einn þeirra í framboði í vor. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert