Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

Mykja, tað og heyafgangar geta nýst í metanvinnslu. Gasið gæti …
Mykja, tað og heyafgangar geta nýst í metanvinnslu. Gasið gæti svo nýst til kyndingar í húsum. mbl.is/Kristinn

Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð.

Gasið verður t.d. hægt að nota til að hita upp sundlaugar á köldum svæðum, keyra varaaflstöðvar, knýja smáiðnað eða bíla. Úrgangsefnin frá vinnslunni verða fyrirtaks áburður, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Auður Magnúsdóttir deildarforseti og Jón Guðmundsson, sérfræðingur við auðlinda- og umhverfisdeild LBHÍ, hafa ritað sveitarfélögum og boðist til að kynna þeim möguleika á staðbundinni vinnslu metans og nýtingu orkunnar í héraði. Auk LBHÍ standa að verkefninu Sorpa, Ísorka og RML.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert