Ráðherra svíki loforð um þjóðarsamtal

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Félag atvinnurekenda telur ráðherra …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Félag atvinnurekenda telur ráðherra svíkja loforð um þjóðarsamtal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag atvinnurekenda mótmælir því að hafa ekki fengið beiðni frá atvinnuvegaráðuneytinu um að tilnefna fulltrúa í endurskipaðan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Í bréfi sem FA sendir Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra  segir að með því sé svikið loforð sem gefið var við meðferð laga um búvörusamninga á Alþingi.

Tekur FA undir gagnrýni ungra bænda á að ráðherra „hverfi frá breiðu samráði um búvörusamningana og hverfi til fortíðar, þar sem fáir koma að borðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert