Rafmagnslaust í Laugardalnum

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð.

Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

Greint er frá biluninni á vef Veitna og er fólki þar bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni, þegar rafmagn kemur á að nýju. „Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.“

Biðst starfsfólk Veitna velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

UPPFÆRT kl. 14:25

Allt rafmagn er komið á og viðgerð er lokið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert