Ríkisstjórn um ráðherrastóla og völd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í ræðu sinni í leiðtogaumræðum á Alþingi í dag að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns frmaboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins snerist fyrst og fremst um að útdeila gæðum og skipta með sér ráðherrastólum og eftirláta embættismönnum stjórn landsins.

Sigmundur gagnrýndi meðal annars að ríkið væri að missa tökin á Arion banka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerði málið að umtalsefni í andsvörum og sagðist ekki skilja hvernig Sigmundur kæmist að þeirri niðurstöðu. Ríki ætti eignarhlut í Arion banka og hefði átt frá 2009 en hefði aldrei átt bankann sem slíkan.

Sigmundur sagði að gengið hefði verið frá málinu þannig að ríkið ætti í raun Arion banka óbeint. Bjarni sagði það rangt að ríkið gæti nýtt sér forkaupsrétt að bankanum eins og Sigmundur vildi meina þar sem skilyrði þess væri einfaldlega ekki fyrir hendi. Sagðist hann hafna því alfarið að ríkisstjórnin væri að missa bankann frá sér vegna aðgerðaleysis. Þvert á móti væri ríkið að fá góðan hagnað af eign sinni í bankanum.

Sigmundur sagði skilyrðin fyrir forkaupsrétti sannarlega fyrir hendi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert