Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

Strætisvagninn fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin.
Strætisvagninn fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin. Ljósmynd/Hafthor Pals

Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Talið er að einn farþeganna sé smávægilega slasaður en ekki sjáanleg meiðsl á öðrum.

Sjúkrabílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á leiðinni á staðinn sem og annar strætisvagn sem heldur ferðinni áfram. Tildrög slyssins eru ekki ljós en vindur er nokkuð sterkur þar sem vagninn fór út af, segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.

Slysið varð skammt frá vigtunarskúrnum sunnan munnans að Hvalfjarðargöngunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert