Vilja reisa verksmiðju

Steinullarverksmiðja hefur starfað á Sauðárkróki frá árinu 1985.
Steinullarverksmiðja hefur starfað á Sauðárkróki frá árinu 1985. mbl.is/Helgi Bjarnason

Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna.

Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson standa að verkefninu. Verksmiðjan er enn á hugmyndastigi, að sögn Óskars. Mikið kapp er lagt á að verksmiðjan verði umhverfisvæn og sjálfbær.

Í umfjöllun um áform þessi í  Morgunblaðnu í dag segir Óskarað spár þeirra bjartsýnustu geri ráð fyrir því að framkvæmdir geti hafist í fyrsta lagi í haust. Eftir það taki að minnsta kosti eitt og hálft ár að koma verksmiðjunni í gang, miðað við að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert