Íbúar kjósi um framhaldið

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast ...
Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast að boða til íbúakosninga um framhaldið. mbl.is/Þröstur Njálsson

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík.

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­ness í gær. Í frétt Morg­un­blaðsins í dag seg­ir hins veg­ar að Ari­on banki ætli að óska eft­ir því við skipta­stjóra þrota­bús­ins að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim í sölu­ferli og freista þess að koma kís­il­ver­inu aft­ur í gang. 

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir með ólíkindum að fara eigi þessa leið, nú þegar sé búið að setja mjög mikla peninga, meðal annars almannafé í gegnum lífeyrissjóðina, í fyrirtækið. „Þeir ættu nú frekar að einbeita sér að því að setja það í forgang að borga upp skuldina við lífeyrissjóðina í staðinn. Væri það ekki siðferðislega rétt?“

Hann segist óttast að lífeyrisþegar í landinu þurfi að taka á sig skerðingar vegna þeirrar fjárfestingar sem sjóðirnir fóru út í. 

Blendnar tilfinningar

Í frétt Morgunblaðsins fyrr í vetur kom fram að Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna hefðu fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir króna í United Silicon. 

Þegar fréttir bárust af því að félagið væri komið í þrot segir Þórólfur blendnar tilfinningar hafa vaknað meðal íbúa í Reykjanesbæ. Útlit væri fyrir að margir myndu missa vinnuna en að sama skapi var fögnuður yfir því að kísilverið væri hætt starfsemi. „Ég leyfi mér að segja að meirihluti bæjarbúa hafi glaðst yfir því að þessu væri í raun loks lokið.“

Að sama skapi væri fólk mjög ósátt við þann snúning Arion banka að ætla að stofna nýtt félag um eignirnar og freista þess að koma verksmiðjunni í gang og í nýjar hendur. „Mér finnst það siðferðisleg skylda mín að benda bankanum á að ef hann ætli að setja meira fé í þetta að hann skuli borga lífeyrissjóðunum það sem fór í þetta til baka.“

Byggir Þórólfur þá skoðun sína á því að Arion banki hafi lagt fjárfestinguna til við lífeyrissjóðina á sínum tíma. „Ef þeir geta sett pening í þetta fyrirtæki og komið því aftur af stað þá ber þeim að mínu mati skylda til að borga þá fjárfestingu fyrst til baka.“

Að mati Þórólfs ætti einfaldlega að rífa kísilverið. „Það er allt of nálægt byggð. Nú þurfum við Íslendingar að fara að hugsa um annað en hrávinnsluiðnað, nóg er nú þegar af slíku hér á landi. Það er ekki framtíð okkar Íslendinga að vera hér með mengandi stóriðju. Framtíðin felst í okkar hugviti. Við ættum að vera að einbeita okkur meira að grænmetisrækt, fiskeldi á landi, forritun og tæknigeiranum og öðru slíku. Það er komið gott betur en nóg af stóriðju sem þessari.

Spurður hvort hann telji að með úrbótum, sem norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult leggur til, verði hægt að starfrækja kísilverið í Helguvík í sátt við íbúana svarar Þórólfur: „Ef reka á kísilver í sátt við samfélagið verður að hafa það fjær byggð en raunin er í þessu tilviki.“ Hann bendir á að kísilverið í Helguvík sé aðeins í rúmlega kílómetra fjarlægð frá leikskóla og skóla. 

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst ...
United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst stofna nýtt félag um þær eignir sem koma úr gjaldþrotaskiptunum. mbl.is/RAX

Hann segir það sína tilfinningu að flestir íbúar í Reykjanesbæ vilji einfaldlega losna við kísilverið fyrir fullt og allt. Þeir hafi þurft að þola mengun frá verksmiðjunni mánuðum saman á rekstartímanum og líkamleg óþægindi sem henni fylgdi. 

Bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru með hópmálsókn vegna kísilversins í undirbúningi. Hann segir að áður en að henni komi verði beðið niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á aðkomu ríkisins að aðdrag­anda og eft­ir­mál­um þess að kís­il­verk­smiðjan tók til starfa. Stefnt er að því að út­tekt­in verði til­bú­in í lok mars. Þórólfur segir samtökin ekki hætt við málsóknina enda eðlilegt að setja fram skaðabótakröfur vegna m.a. þess heilsufarstjóns sem fólk hefur orðið fyrir. 

Besta leiðin að boða til bindandi kosninga

Þá bendir Þórólfur á að Reykjanesbær hafi ekki sagst geta krafist lokunar verksmiðjunnar þar sem hann væri bundinn af samningum við fyrirtækið og myndi eiga skaðabótakröfu yfir höfði sér. Nú sé komin upp ný staða, félagið sé farið í þrot og spurning hver afstaða bæjarstjórnar sé nú til málsins. Samningarnir hljóti að falla úr gildi með gjaldþroti og þurfi að endurnýja, ef vilji bæjarstjórnar standi til þess, ef nýtt félag verði stofnað.

„Besta leiðin til að útkljá þetta mál er að hér í Reykjanesbæ verði haldin bindandi en ekki ráðgefandi íbúakosning um það hvort að íbúar vilji halda Helguvík sem stóriðjusvæði af þessari tegund.“

Þórólfur er flokksbundinn Pírati og mun mögulega fara fram fyrir flokkinn í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segir afstöðu Pírata á Suðurnesjum þá að Helguvík sé ekki staður fyrir mengandi stóriðju.

mbl.is

Innlent »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

21:15 Björgunarsveitir á suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:32 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...