Íbúar kjósi um framhaldið

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast ...
Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast að boða til íbúakosninga um framhaldið. mbl.is/Þröstur Njálsson

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík.

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­ness í gær. Í frétt Morg­un­blaðsins í dag seg­ir hins veg­ar að Ari­on banki ætli að óska eft­ir því við skipta­stjóra þrota­bús­ins að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim í sölu­ferli og freista þess að koma kís­il­ver­inu aft­ur í gang. 

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir með ólíkindum að fara eigi þessa leið, nú þegar sé búið að setja mjög mikla peninga, meðal annars almannafé í gegnum lífeyrissjóðina, í fyrirtækið. „Þeir ættu nú frekar að einbeita sér að því að setja það í forgang að borga upp skuldina við lífeyrissjóðina í staðinn. Væri það ekki siðferðislega rétt?“

Hann segist óttast að lífeyrisþegar í landinu þurfi að taka á sig skerðingar vegna þeirrar fjárfestingar sem sjóðirnir fóru út í. 

Blendnar tilfinningar

Í frétt Morgunblaðsins fyrr í vetur kom fram að Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna hefðu fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir króna í United Silicon. 

Þegar fréttir bárust af því að félagið væri komið í þrot segir Þórólfur blendnar tilfinningar hafa vaknað meðal íbúa í Reykjanesbæ. Útlit væri fyrir að margir myndu missa vinnuna en að sama skapi var fögnuður yfir því að kísilverið væri hætt starfsemi. „Ég leyfi mér að segja að meirihluti bæjarbúa hafi glaðst yfir því að þessu væri í raun loks lokið.“

Að sama skapi væri fólk mjög ósátt við þann snúning Arion banka að ætla að stofna nýtt félag um eignirnar og freista þess að koma verksmiðjunni í gang og í nýjar hendur. „Mér finnst það siðferðisleg skylda mín að benda bankanum á að ef hann ætli að setja meira fé í þetta að hann skuli borga lífeyrissjóðunum það sem fór í þetta til baka.“

Byggir Þórólfur þá skoðun sína á því að Arion banki hafi lagt fjárfestinguna til við lífeyrissjóðina á sínum tíma. „Ef þeir geta sett pening í þetta fyrirtæki og komið því aftur af stað þá ber þeim að mínu mati skylda til að borga þá fjárfestingu fyrst til baka.“

Að mati Þórólfs ætti einfaldlega að rífa kísilverið. „Það er allt of nálægt byggð. Nú þurfum við Íslendingar að fara að hugsa um annað en hrávinnsluiðnað, nóg er nú þegar af slíku hér á landi. Það er ekki framtíð okkar Íslendinga að vera hér með mengandi stóriðju. Framtíðin felst í okkar hugviti. Við ættum að vera að einbeita okkur meira að grænmetisrækt, fiskeldi á landi, forritun og tæknigeiranum og öðru slíku. Það er komið gott betur en nóg af stóriðju sem þessari.

Spurður hvort hann telji að með úrbótum, sem norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult leggur til, verði hægt að starfrækja kísilverið í Helguvík í sátt við íbúana svarar Þórólfur: „Ef reka á kísilver í sátt við samfélagið verður að hafa það fjær byggð en raunin er í þessu tilviki.“ Hann bendir á að kísilverið í Helguvík sé aðeins í rúmlega kílómetra fjarlægð frá leikskóla og skóla. 

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst ...
United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst stofna nýtt félag um þær eignir sem koma úr gjaldþrotaskiptunum. mbl.is/RAX

Hann segir það sína tilfinningu að flestir íbúar í Reykjanesbæ vilji einfaldlega losna við kísilverið fyrir fullt og allt. Þeir hafi þurft að þola mengun frá verksmiðjunni mánuðum saman á rekstartímanum og líkamleg óþægindi sem henni fylgdi. 

Bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru með hópmálsókn vegna kísilversins í undirbúningi. Hann segir að áður en að henni komi verði beðið niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á aðkomu ríkisins að aðdrag­anda og eft­ir­mál­um þess að kís­il­verk­smiðjan tók til starfa. Stefnt er að því að út­tekt­in verði til­bú­in í lok mars. Þórólfur segir samtökin ekki hætt við málsóknina enda eðlilegt að setja fram skaðabótakröfur vegna m.a. þess heilsufarstjóns sem fólk hefur orðið fyrir. 

Besta leiðin að boða til bindandi kosninga

Þá bendir Þórólfur á að Reykjanesbær hafi ekki sagst geta krafist lokunar verksmiðjunnar þar sem hann væri bundinn af samningum við fyrirtækið og myndi eiga skaðabótakröfu yfir höfði sér. Nú sé komin upp ný staða, félagið sé farið í þrot og spurning hver afstaða bæjarstjórnar sé nú til málsins. Samningarnir hljóti að falla úr gildi með gjaldþroti og þurfi að endurnýja, ef vilji bæjarstjórnar standi til þess, ef nýtt félag verði stofnað.

„Besta leiðin til að útkljá þetta mál er að hér í Reykjanesbæ verði haldin bindandi en ekki ráðgefandi íbúakosning um það hvort að íbúar vilji halda Helguvík sem stóriðjusvæði af þessari tegund.“

Þórólfur er flokksbundinn Pírati og mun mögulega fara fram fyrir flokkinn í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segir afstöðu Pírata á Suðurnesjum þá að Helguvík sé ekki staður fyrir mengandi stóriðju.

mbl.is

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...