Íbúar kjósi um framhaldið

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast ...
Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir réttast að boða til íbúakosninga um framhaldið. mbl.is/Þröstur Njálsson

Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík.

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­ness í gær. Í frétt Morg­un­blaðsins í dag seg­ir hins veg­ar að Ari­on banki ætli að óska eft­ir því við skipta­stjóra þrota­bús­ins að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim í sölu­ferli og freista þess að koma kís­il­ver­inu aft­ur í gang. 

Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir með ólíkindum að fara eigi þessa leið, nú þegar sé búið að setja mjög mikla peninga, meðal annars almannafé í gegnum lífeyrissjóðina, í fyrirtækið. „Þeir ættu nú frekar að einbeita sér að því að setja það í forgang að borga upp skuldina við lífeyrissjóðina í staðinn. Væri það ekki siðferðislega rétt?“

Hann segist óttast að lífeyrisþegar í landinu þurfi að taka á sig skerðingar vegna þeirrar fjárfestingar sem sjóðirnir fóru út í. 

Blendnar tilfinningar

Í frétt Morgunblaðsins fyrr í vetur kom fram að Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna hefðu fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir króna í United Silicon. 

Þegar fréttir bárust af því að félagið væri komið í þrot segir Þórólfur blendnar tilfinningar hafa vaknað meðal íbúa í Reykjanesbæ. Útlit væri fyrir að margir myndu missa vinnuna en að sama skapi var fögnuður yfir því að kísilverið væri hætt starfsemi. „Ég leyfi mér að segja að meirihluti bæjarbúa hafi glaðst yfir því að þessu væri í raun loks lokið.“

Að sama skapi væri fólk mjög ósátt við þann snúning Arion banka að ætla að stofna nýtt félag um eignirnar og freista þess að koma verksmiðjunni í gang og í nýjar hendur. „Mér finnst það siðferðisleg skylda mín að benda bankanum á að ef hann ætli að setja meira fé í þetta að hann skuli borga lífeyrissjóðunum það sem fór í þetta til baka.“

Byggir Þórólfur þá skoðun sína á því að Arion banki hafi lagt fjárfestinguna til við lífeyrissjóðina á sínum tíma. „Ef þeir geta sett pening í þetta fyrirtæki og komið því aftur af stað þá ber þeim að mínu mati skylda til að borga þá fjárfestingu fyrst til baka.“

Að mati Þórólfs ætti einfaldlega að rífa kísilverið. „Það er allt of nálægt byggð. Nú þurfum við Íslendingar að fara að hugsa um annað en hrávinnsluiðnað, nóg er nú þegar af slíku hér á landi. Það er ekki framtíð okkar Íslendinga að vera hér með mengandi stóriðju. Framtíðin felst í okkar hugviti. Við ættum að vera að einbeita okkur meira að grænmetisrækt, fiskeldi á landi, forritun og tæknigeiranum og öðru slíku. Það er komið gott betur en nóg af stóriðju sem þessari.

Spurður hvort hann telji að með úrbótum, sem norska ráðgjafafyrirtækið Multiconsult leggur til, verði hægt að starfrækja kísilverið í Helguvík í sátt við íbúana svarar Þórólfur: „Ef reka á kísilver í sátt við samfélagið verður að hafa það fjær byggð en raunin er í þessu tilviki.“ Hann bendir á að kísilverið í Helguvík sé aðeins í rúmlega kílómetra fjarlægð frá leikskóla og skóla. 

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst ...
United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Arion banki hyggst stofna nýtt félag um þær eignir sem koma úr gjaldþrotaskiptunum. mbl.is/RAX

Hann segir það sína tilfinningu að flestir íbúar í Reykjanesbæ vilji einfaldlega losna við kísilverið fyrir fullt og allt. Þeir hafi þurft að þola mengun frá verksmiðjunni mánuðum saman á rekstartímanum og líkamleg óþægindi sem henni fylgdi. 

Bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru með hópmálsókn vegna kísilversins í undirbúningi. Hann segir að áður en að henni komi verði beðið niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á aðkomu ríkisins að aðdrag­anda og eft­ir­mál­um þess að kís­il­verk­smiðjan tók til starfa. Stefnt er að því að út­tekt­in verði til­bú­in í lok mars. Þórólfur segir samtökin ekki hætt við málsóknina enda eðlilegt að setja fram skaðabótakröfur vegna m.a. þess heilsufarstjóns sem fólk hefur orðið fyrir. 

Besta leiðin að boða til bindandi kosninga

Þá bendir Þórólfur á að Reykjanesbær hafi ekki sagst geta krafist lokunar verksmiðjunnar þar sem hann væri bundinn af samningum við fyrirtækið og myndi eiga skaðabótakröfu yfir höfði sér. Nú sé komin upp ný staða, félagið sé farið í þrot og spurning hver afstaða bæjarstjórnar sé nú til málsins. Samningarnir hljóti að falla úr gildi með gjaldþroti og þurfi að endurnýja, ef vilji bæjarstjórnar standi til þess, ef nýtt félag verði stofnað.

„Besta leiðin til að útkljá þetta mál er að hér í Reykjanesbæ verði haldin bindandi en ekki ráðgefandi íbúakosning um það hvort að íbúar vilji halda Helguvík sem stóriðjusvæði af þessari tegund.“

Þórólfur er flokksbundinn Pírati og mun mögulega fara fram fyrir flokkinn í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segir afstöðu Pírata á Suðurnesjum þá að Helguvík sé ekki staður fyrir mengandi stóriðju.

mbl.is

Innlent »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Hótel til sölu á AlGarve í Portúgal.
Alls 18 vel útbúin herbergi. Ásett verð: 3.900.000 EUR Fyrirspurnir sendist á: ...
Til sölu 5 gírkassi úr Volvo 240 93.
Til sölu 5 gíra gírkassi úr volvo 240 argerð 93 ek.66 þ. sv.hjól pressa og gírst...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...