Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt.

Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun sem Maskína gerði fyrir Icelandic lamb sem er markaðsverkefni á vegum Markaðsráðs kindakjöts.

Nánast allir sem spurðir voru í könnuninni lýstu yfir ánægju með íslenskt lambakjöt.

Sala á öllum kjöttegundum sem framleiddar eru hér innanlands jókst á nýliðnu ári. Af stóru kjötgreinunum jókst mest sala á alifuglakjöti og styrkir sú grein stöðugt stöðu sína sem framleiðandi vinsælustu kjötafurðanna. Sala á lambakjöti jókst, annað árið í röð, og birgðir minnkuðu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert