Kaupa land Stórólfshvols fyrir 120 milljónir króna

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur mbl.is/Árni Sæberg

Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Þess ber að geta að Rangárþing eystra á 47% af eigninni í gegnum héraðsnefndina og er sá hlutur kaupverðsins því færsla á milli vasa sveitarfélagsins.

Stórólfshvoll er landnámsjörð og er Hvolsvöllur byggður út úr henni. Kúabóndi í sveitinni keypti 200 hektara úr jörðinni á síðasta ári, eftir að sá hluti var auglýstur. Nú kaupir Rangárþing eystra þann hluta jarðarinnar sem eftir er, um 300 hektara. 

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri segir að kaupin séu mikilvæg fyrir Rangárþing eystra. „Við erum að tryggja okkur land fyrir áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlis á Hvolsvelli og við getum stjórnað þróuninni. Þetta er ákveðin framtíðarhugsun,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert